Að falla í fyrstu lotu 30. maí 2005 00:01 "Blaðið" og landsfundur Samfylkingarinnar - Gísli Gunnarsson prófessor Þegar síðasta nýjungin í íslenskri blaðamennsku, "Blaðið", hóf að auglýsa sig í sjónfjölmiðlum, var áhersla lögð á hve hlutlaust málgagnið yrði í öllum fréttaflutningi. Ekki var tekið fram að málgagnið hygðist ekki vera hlutlaust í leiðurum sem að sið Fréttablaðsins eru nefndir skoðun. Einhver helsta frétt "Blaðsins" þessa upphafsdaga þess hefur verið "fréttir" af einum atburði á landsfundi Samfylkingarinnar: kjöri varaformanns flokksins þar sem 28 ára gamall þingmaður, Ágúst Ólafur Ágústsson, bar sigurorð af öðrum þingmanni, Lúðvíki Bergvinssyni, með miklum atkvæðamun; Ágúst hlaut rúm 500 atkvæði þingfulltrúa en Lúðvík tæp 300. Þriðjudaginn 24. maí birti "Blaðið" fregnir þess efnis að Ágúst hefði sennilega sigrað með svikum. Þau áttu að felast í þessu: Mjög ungt fólk hefði verið "lokkað" í Samfylkinguna með loforðum um bjór og pizzu til að kjósa Ágúst; því hefði síðan verið ekið á landsfundinn í rútum en þar sem fáir hefðu mætt (þrátt fyrir rúturnar, pizzurnar og bjórinn!) hefði verið gripið til þess ráðs að láta stuðningsmenn Ágústar á landsfundinum kjósa margsinnis undir mismunandi kennitölum. Síðastnefnda ásökunin, sem var tvíendurtekin í "Blaðinu" miðvikudaginn 25. maí, bæði í "frétt" og í leiðara, var raunar ekki síst hörð árás á framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar og starfsfólk landsfundarins, hún hafði áður komið fram og verið ítarlega svarað í fjölmiðlum, nema í "Blaðinu" sem birtir engar leiðréttingar í þessu sérstæða máli. Það hef ég að minnsta kosti fengið að reyna. Ég hringdi í fréttastofu "Blaðsins" seinni hluta dagsins þriðjudaginn 24. maí og átti langt og vinsamlegt samtal við einn starfsmann blaðsins. Ég flutti honum annars vegar frétt og hins vegar skýringu og byggði ég mál mitt bæði á setu minni sem fulltrúi á landsfundinum og áratugareynslu af stjórnmálum. Fréttin fólst í því að í lok landsfundarins föstudaginn 20. maí, daginn fyrir varaformannskosninguna, hefði Lúðvík Bergvinsson sent öllum þingfulltrúum sérstakt boð í tilefni kosninganna þar sem "léttar veitingar" yrðu í boði. Með hliðsjón af "pizzum og bjór Ágústar" fyrir eitthvert ungt fólk (og sem enginn virðist kannast við) taldi ég rétt að getið yrði boðs mótframbjóðanda hans. Í samtali mínu við Karl Garðarson, ritstjóra, daginn eftir, 25. maí, taldi hann umrætt boð Lúðvíks vera í alla staði eðlilegt, það væri engin frétt, en allt öðru máli gegndi um "pizzurnar og bjórinn" enda hefðu "nokkrar mæður" kvartað undan því með SMS-skilaboðum! Skýring mín fólst í því að segja frá því mati mínu að atkvæðamuninn milli þeirra Ágústar og Lúðvíks mætti að mestu leyti útskýra með aðstæðum sem hefðu ekkert beint við keppnina milli þeirra tveggja að gera. Staðreyndin væri sú að Lúðvík hefði lengi verið í baráttu við Margréti Frímannsdóttur um efsta sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, sem hann tapaði 2003, og þar með keppni um hugsanlegan ráðherrastól eftir næstu kosningar. Margrét væri mjög vinsæl í Samfylkingunni og oft bent á það að án atbeina hennar væri sá flokkur ekki til. Hún var raunar sérstaklega hyllt fyrir þetta frumherjahlutverk á landsfundinum. Margir stuðningsmenn Margrétar sáu í framboði Lúðvíks ógnun við stöðu hennar í flokknum og studdu því Ágúst í varaformannsbaráttunni. Sjálf beitti Margrét sér hins vegar ekkert í kosningunni eftir því sem ég veit best. "Blaðið" hefur ekki viljað birta þessa augljósu skýringu mína og síðast í dag neitaði ritstjórinn í viðtali við mig að láta blað sitt skýra frá henni. Ljóst er að þetta "stórhlutlausa" blað vill ekki birta neitt sem skyggt gæti á kenningu þess um pizzur, bjór, rútur og kosningasvindl. Því skal haldið áfram allt í rauðan dauðann! Nú er það svo að undirritaður kaus Lúðvík Bergvinsson í umræddu varaformannskjöri þrátt fyrir kokkteilboðið. Hins vegar er mér annt um sannleikann og illa við tilbúnar fréttir um leið og þagað er um aðrar. Mjög ljóst er hins vegar að "Blaðið" hefur nú á fyrstu starfsdögum sínum fallið rækilega í markmiði sínu um hlutlausan fréttaflutning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
"Blaðið" og landsfundur Samfylkingarinnar - Gísli Gunnarsson prófessor Þegar síðasta nýjungin í íslenskri blaðamennsku, "Blaðið", hóf að auglýsa sig í sjónfjölmiðlum, var áhersla lögð á hve hlutlaust málgagnið yrði í öllum fréttaflutningi. Ekki var tekið fram að málgagnið hygðist ekki vera hlutlaust í leiðurum sem að sið Fréttablaðsins eru nefndir skoðun. Einhver helsta frétt "Blaðsins" þessa upphafsdaga þess hefur verið "fréttir" af einum atburði á landsfundi Samfylkingarinnar: kjöri varaformanns flokksins þar sem 28 ára gamall þingmaður, Ágúst Ólafur Ágústsson, bar sigurorð af öðrum þingmanni, Lúðvíki Bergvinssyni, með miklum atkvæðamun; Ágúst hlaut rúm 500 atkvæði þingfulltrúa en Lúðvík tæp 300. Þriðjudaginn 24. maí birti "Blaðið" fregnir þess efnis að Ágúst hefði sennilega sigrað með svikum. Þau áttu að felast í þessu: Mjög ungt fólk hefði verið "lokkað" í Samfylkinguna með loforðum um bjór og pizzu til að kjósa Ágúst; því hefði síðan verið ekið á landsfundinn í rútum en þar sem fáir hefðu mætt (þrátt fyrir rúturnar, pizzurnar og bjórinn!) hefði verið gripið til þess ráðs að láta stuðningsmenn Ágústar á landsfundinum kjósa margsinnis undir mismunandi kennitölum. Síðastnefnda ásökunin, sem var tvíendurtekin í "Blaðinu" miðvikudaginn 25. maí, bæði í "frétt" og í leiðara, var raunar ekki síst hörð árás á framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar og starfsfólk landsfundarins, hún hafði áður komið fram og verið ítarlega svarað í fjölmiðlum, nema í "Blaðinu" sem birtir engar leiðréttingar í þessu sérstæða máli. Það hef ég að minnsta kosti fengið að reyna. Ég hringdi í fréttastofu "Blaðsins" seinni hluta dagsins þriðjudaginn 24. maí og átti langt og vinsamlegt samtal við einn starfsmann blaðsins. Ég flutti honum annars vegar frétt og hins vegar skýringu og byggði ég mál mitt bæði á setu minni sem fulltrúi á landsfundinum og áratugareynslu af stjórnmálum. Fréttin fólst í því að í lok landsfundarins föstudaginn 20. maí, daginn fyrir varaformannskosninguna, hefði Lúðvík Bergvinsson sent öllum þingfulltrúum sérstakt boð í tilefni kosninganna þar sem "léttar veitingar" yrðu í boði. Með hliðsjón af "pizzum og bjór Ágústar" fyrir eitthvert ungt fólk (og sem enginn virðist kannast við) taldi ég rétt að getið yrði boðs mótframbjóðanda hans. Í samtali mínu við Karl Garðarson, ritstjóra, daginn eftir, 25. maí, taldi hann umrætt boð Lúðvíks vera í alla staði eðlilegt, það væri engin frétt, en allt öðru máli gegndi um "pizzurnar og bjórinn" enda hefðu "nokkrar mæður" kvartað undan því með SMS-skilaboðum! Skýring mín fólst í því að segja frá því mati mínu að atkvæðamuninn milli þeirra Ágústar og Lúðvíks mætti að mestu leyti útskýra með aðstæðum sem hefðu ekkert beint við keppnina milli þeirra tveggja að gera. Staðreyndin væri sú að Lúðvík hefði lengi verið í baráttu við Margréti Frímannsdóttur um efsta sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, sem hann tapaði 2003, og þar með keppni um hugsanlegan ráðherrastól eftir næstu kosningar. Margrét væri mjög vinsæl í Samfylkingunni og oft bent á það að án atbeina hennar væri sá flokkur ekki til. Hún var raunar sérstaklega hyllt fyrir þetta frumherjahlutverk á landsfundinum. Margir stuðningsmenn Margrétar sáu í framboði Lúðvíks ógnun við stöðu hennar í flokknum og studdu því Ágúst í varaformannsbaráttunni. Sjálf beitti Margrét sér hins vegar ekkert í kosningunni eftir því sem ég veit best. "Blaðið" hefur ekki viljað birta þessa augljósu skýringu mína og síðast í dag neitaði ritstjórinn í viðtali við mig að láta blað sitt skýra frá henni. Ljóst er að þetta "stórhlutlausa" blað vill ekki birta neitt sem skyggt gæti á kenningu þess um pizzur, bjór, rútur og kosningasvindl. Því skal haldið áfram allt í rauðan dauðann! Nú er það svo að undirritaður kaus Lúðvík Bergvinsson í umræddu varaformannskjöri þrátt fyrir kokkteilboðið. Hins vegar er mér annt um sannleikann og illa við tilbúnar fréttir um leið og þagað er um aðrar. Mjög ljóst er hins vegar að "Blaðið" hefur nú á fyrstu starfsdögum sínum fallið rækilega í markmiði sínu um hlutlausan fréttaflutning.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar