Erlent

Tugir farast í flóðum

Í það minnsta 47 hafa látið lífið í flóðum og aurskriðum í Víetnam síðustu daga. Nokkurra er saknað og því viðbúið að tala látinna eigi eftir að hækka.

Mikið hefur rignt í miðhluta landsins síðasta hálfa mánuðinn og hafa 29 látist í Khanh Hoa héraði einu sér, þeirra á meðal voru níu vegavinnumenn sem grófust undir aurskriðu sem féll á veg sem þeir voru að vinna við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×