Erlent

Fundu 4,5 tonn af kókaíni í skipi

Spænsk lögreglan greindi frá því í dag að hún hefði nýlega lagt hald á 4,5 tonn af kókaín í skipi sem stöðvað var undan vesturströnd Afríku. Þá var níu manna áhöfn frá Venesúela handtekin. Alls hafa spænsk yfirvöld lagt hald á 35 tonn af kókaíni á þessu ári en sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja eiturlyfjasmyglara í Suður-Ameríku flytja efni þaðan til landa Vestur-Afríku á stórum skipum og þaðan til Evrópu um Spán með minni bátum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×