Erlent

Öryggisverðir á aukaæfingum vegna atviksins á Miami-flugvelli

Bandarískir öryggisverðir sem gæta öryggis í flugvélum taka nú þátt í æfingum um borð í lestum og öðrum farþegaflutningatækjum og munu æfingarnar standa yfir í þrjá daga. Gripið var til þessa ráðs eftir að öryggisverðir um borð í vél American Airlines skutu farþega til bana á flugvellinum í Miami í síðustu viku sem sagðist vera með sprengju. Síðar kom í ljós að maðurinn var veill á geði og hafði enga sprengju meðferðis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×