Erlent

Sprenging í fjölbýlishúsi í New Jersey

Eins er saknað og fjölmargir slasaðir eftir sprengingu í fjölbýlishúsi í New Jersey í Bandaríkjunum snemma í morgun að bandarískum tíma. Ekki er ljóst hvers vegna sprengingin varð en lögregla segir hugsanlegt að hana megi rekja til gasleka. Eftir því sem fram kemur á fréttavef CNN hrundi hluti hússins og steig þykkur reykur upp frá því. Um 30 fjölskyldur bjuggu í húsinu og komust flestar þeirra út en yfirvöld reyna nú að komast að því hvort sá sem saknað er hafi verið í byggingunni þegar sprengingin varð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×