Erlent

Settu upp jólaskreytingar innan um hákarla

Stórir og litlir hákarlar syntu framhjá köfurunum meðan þeir komu jólaskreytingunum fyrir.
Stórir og litlir hákarlar syntu framhjá köfurunum meðan þeir komu jólaskreytingunum fyrir. MYND/AP

Það er ekki aðeins í verslunargötum og á heimilum sem fólk keppist við að setja upp jólaskreytingar. Kafarar voru í morgun fengnir til að setja upp jólaskreytingar í stóru fiskabúri í sædýrasafninu í Madríd.

Þar máttu kafarar athafna sig innan um fiska í öllum regnbogans litum og aðra öllu stærri og hættulegri, nefnilega hákarla sem þar eru til sýnis. Hákarlarnir syntu framhjá köfurunum í rólegheitum meðan þeir komu fyrir myndum af jesúbarninu. Skjaldbaka ein gerði sig öllu ágengari og reyndi hún að hrifsa búnað af köfurunum, en án árangurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×