Erlent

Líbanska ríkisstjórnin hangir á bláþræði

Stuðningsmaður Gebran Tueni kveikir á kerti til minningar um hann.
Stuðningsmaður Gebran Tueni kveikir á kerti til minningar um hann. MYND/AP

Líf líbönsku ríkisstjórnarinnar hangir á bláþræði. Fimm ráðherrar úr röðum Hizbollah sem eru hallir undir sýrlensk stjórnvöld sögðust í kvöld vera hættir þátttöku í ríkisstjórninni. Þetta sögðu þeir eftir neyðarfund í ríkisstjórninni vegna morðsins á blaðaútgefandanum Gebran Tueni í bílsprengjuárás í morgun.

Á fundinum ákvað ríkisstjórnin að óska eftir því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna myndaði alþjóðlegan dómstól til að rétta yfir morðingjum Rafik Hariri fyrrum forsætisráðherra og að öryggisráðið hæfi rannsókn á röð pólitískra tilræða í landinu á síðustu mánuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×