Erlent

36 manns særðust í sprengingu í olíubirgðastöði í nágrenni London

Eins og sjá má lagði mikinn reyk frá olíubirgðastöðinni
Eins og sjá má lagði mikinn reyk frá olíubirgðastöðinni Mynd/AP

Nú er ljóst að 36 manns særðust og þarf af tveir alvarlega í gríðarlegri sprengingu sem varð í olíubirgðastöð í bænum Buncefield skammt frá London klukkan sex í morgun. Mikill eldur breyddist út við sprenginguna og steig reykur marga tugi metra upp í himininn. Sprengingin var mjög öflug og heyrðist hún í allt að fjörtíu kílómetra fjarlægð frá olíubirgðastöðinni. Nokkuð tjón varð á nærliggjandi húsum en rúður brotnuðu víða við sprenginguna. Talið er að sprengingin hafi verið slys en ekki hryðjuverk líkt og margir óttuðust í fyrstu. Þrátt fyrir sprenginguna segir ekkert til þess að eldsneytisskortur muni koma upp í Bretlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×