Erlent

Pryor látinn

Grínleikarinn frægi Richard Pryor lést í gærkveldi. Hjartaáfall varð honum að fjörtjóni að sögn eftirlifandi eiginkonu hans. Richard Pryor var sextíu og fimm ára að aldri og hafði glímt við MS sjúkdóminn í um tvo áratugi. Stjarna Richards á hvíta tjaldinu skein skærast á áttunda áratugnum og lék hann í alls fjörtíu kvikmyndum. Hann sló fyrst í gegn sem sviðsgrínisti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×