Erlent

Rauðu strætisvagnarnir teknir af götum London

Hann er stór, rauður og jafn breskur og te og drottningin. En nú er hann horfinn, heyrir hann sögunni til og fæst fyrir slikk. Hver kannast ekki við þessi vinalegu hljóð, þetta mal sem heyrst hefur í hundruðum kvikmynda og á tepptum götum Lundúnaborgar í áratugi? Routemaster heitir hann, frægasti strætisvagn sögunnar og en vél getur verið þjóðsagnapersóna þá er hann það.

En í dag fór Routmasterinn sína síðustu ferð eftir að hafa flutt farþega í fjóra áratugi. Það var meiri troðningur en alla jafnanna á stoppistöðvum í dag, þar sem fjölmargir unnendur vagnanna vildu ólmir fá að komast með í síðustu ferðina. Fjörutíu farþegar voru meðal tignarfólks sem fóru síðustu ferðina hjá leið hundrað fimmtíu og níu. Vagninn fór leiðina frá Marble Arch niður Oxford Stræti, fram hjá Big Ben og minnismerki Nelsons og lauk ferðinni við Brixton-strætisvagnastöðina í suðurhluta borgarinnar. Það þótti áfakaflega viðeigandi að vagninn var á eftir áætlun.

Vagninn, sem fór þessa síðustu ferð var jafnframt síðasti vagninn sem var framleiddur, árið 1968. Vagnarnir áttu að endast í sautján ár. Það liggur því að líkindum í augum uppi af hverju vagnarnir fara nú á eftirlaun: þeir eru gamlir díselsvelgir, óhagkvæmir og svara ekki kröfum nútímans. Nokkrir nýtísku tveggja hæða vagnar verða áfram í notkun en liðvagnar eða harmonikkuvagnar koma í mestu í stað Routemastersins. Tuttugu stykki verða þó í sögulegum ferðum um borgina og þrjátíu og fimm eru til sölu, á verðinu þrettán hundruð þúsund til fjórar milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×