Innlent

Nýr samningur um sjúkraflug á Akureyri

MYND/Fréttablaðið

Á morgun mun Jón Kristjánsson ráðherra undirrita samning um sjúkraflutninga á svæði Heilsugæslunnar á Akureyri milli Slökkviliðs Akureyrar og Heilbrigðisráðuneytisins. Í samningnum er gert ráð fyrir aukinni þjónustu vegna sjúkraflutninga á svæði Heilsugæslunnar á Akureyri þ.e tveir mannaðir sjúkrabílar allan sólarhringinn.

Einnig skrifar ráðherra undir samning milli Heilbrigðisráðuneytisins og Mýflugs vegna sjúkraflugs á Norðursvæði.

Norðursvæðið var stækkað í útboðinu og tekur nú til Vestfjarða, Norðurlands og Austfjarða, þ.m.t. Hornafjarðar. Gerð var krafa um sérútbúna vél í sjúkraflugið og í fyrsta skipti mun nú sérútbúin sjúkraflugvél sinna verkefni sjúkraflugs á norðursvæði."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×