Innlent

Dregur úr virkni undir Mýrdalsjökli

Þrjár eldstöðvar hafa að undanförnu sýnt merki sem gætu verið undanfari umbrota; Hekla, Bárðarbunga og neðansjávareldstöð austan Grímseyjar. Hins vegar hefur Katla róast mjög og verulega hefur dregið úr skjálftavirkni og þenslu undir Mýrdalsjökli.

Katla, eldstöðin undir Mýrdalsjökli, hefur verið nánast í gjörgæslu vísindamanna undanfarin ár og sérstaklega eftir að skjálftavirkni og þensla tóku að aukast þar fyrir fimm árum. Nú virðist Katla hafa róast, skjálftavirkni hefur dottið niður og þenslan minnkað.

Ragnar Stefánsson jarðeðilsfræðingur segir erfitt að segja til um hvað þetta þýði en mikilvægt sé að vakta eldstöðina vel áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×