Innlent

Annar fundur boðaður á morgun

Ari Edwald
MYND/Teitur

Fundi forsendunefndar samtaka launamanna og atvinnurekenda lauk um fimmleytið í dag. Að sögn Ara Edwald framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins er ekki hægt að greina að svo stöddu frá því sem fram fór á fundinum en boðað hefur verið til annars fundar á morgun klukkan tvö.

Nefndin hefur til miðnættis á þriðjudag að ná samkomulagi og hefur Grétar Þorsteinsson forseti Alþýðusambandsins sagt að líklega verði sá tími nýttur til fullnustu. Forystumenn ASÍ hafa sagt forsendur kjarasamninga brostnar og að þeim verði sagt upp að óbreyttu. Ari Edwald segir forsendunefnd vinna út frá því sjónarmiði að samkomulag náist svo samningar haldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×