Innlent

KÍ og ÞSSÍ vinna saman

Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskólans, og Sigurður Helgason, stjórnarformaður Þróunarsamvinnustofnunar, undirrita samstarfssamninginn í Kennaraháskólanum í dag.
Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskólans, og Sigurður Helgason, stjórnarformaður Þróunarsamvinnustofnunar, undirrita samstarfssamninginn í Kennaraháskólanum í dag.

Kennaraháskólinn og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands undirrituðu í dag samstarfssamning um markvissa þátttöku Kennaraháskólans í verkefnum á sviði þróunaraðstoðar í menntamálum.

Vonast er til að Þróunarsamvinnustofnun geti nýtt sér þá þekkingu, reynslu og ráðgjöf sem fyrir hendi er innan skólans og stefnt er að því að kennarar skólans geti farið til kennslu- og ráðgjafarstarfa vegna menntaverkefna í þróunarlöndum. Þá verða stúdentar við Kennaraháskólann hvattir til náms og rannsóknarverkefna um málefni þróunarlanda og þróunaraðstoð í menntamálum. Samningurinn gildir til ársloka 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×