Innlent

Íslendingar fjórða hamingjusamasta þjóðin

Íslendingar eru fjórða hamingjusamasta þjóð í heimi ef marka má tölfræði hollensks gagnabanka sem starfræktur hefur verið undanfarin 20 ár.

Gagnabankinn nefnist World Database of Happiness en að honum stendur prófessor við Erasmus-háskólann í Rotterdam og er hamingjan mæld á kvarðanum einn til tíu. Hamingja níutíu þjóða var könnuð með skoðanakönnunum og í ljós kemur að Danir, Maltverjar og Svisslendingar eru hamingjusamastir með átta stig af tíu mögulegum.

Íslendingar eru svo fjórðu ásamt nágrönnum okkar á Írlandi með hamingjustuðulinn 7,8 en Svíar og Finnar fá stuðulinn 7,5. Norðmenn teljast óhamingjusamastir Norðurlandaþjóða og mælast með stuðulinn 7,4.

Hamingjan reyndist hins vegar minnst í Tansaníu en þar mælidst hamingjustuðullinn 3,2. Simbabvebúar og Moldóvar komu þar rétt fyrir ofan með stuðlana 3,3 og 3,5.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×