Snarvitlaust veður á Norðurlandi í allan dag 31. október 2005 19:45 Snælduvitlaust veður hefur verið í allan dag á Norðurlandi. Um hundrað og þrjátíu manns þurftu að yfirgefa bíla sína á þjóðveginum milli Laugarbakka í Miðfirði og Blönduóss í gærkvöld. Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð fyrir fólkið og björgunarsveitir hafa unnið baki brotnu síðan um kvöldmatarleytið í gær. 130 manns á um þrjátíu bílum urðu strandaglópar í Miðdal í Vestur-Húnavatnssýslu í gærkvöldi vegna óveðurs. Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöpðvar á Laugarbakka, Hvammstanga og í Víðihlíð auk þess sem hluti fólksins fékk inni í heimahúsum. Allar björgunarsveitir í Austur-og Vestur-Húnavatnssýslu voru kallaðar út til að koma í fólki í húsaskjól. Í dag hefur síðan verið unnið að því að ná upp bílum sem sátu fastir. Þeir sem urðu veðurtepptir áttu allt eins von áþvíað þurfa að vera aðra nótt en leiðin um Miðdal var opnuð um klukkan þrjú í dag en hún lokaðist aftur.Versta veðrið og ófærðin var á um tíu kílómetra kafla frá aflegggjaranum að Hvammstanga að Vatnshorni. Bjarni Óttarsson í Björgunarsveitinni Strönd á Skagaströnd segir að sveitin hafi verið kölluð út um klukkan sjö í gærkvöld og þá hafi verið kolvitlaust veður í Vestur-Húnavatnssýslu. Margir bílar hafi verið fastir fyrir utan veg og hættir að ganga vegna truflana. Þeir hafi flutt fólkið sem var í bílunum á Hvammstanga, Laugabakka og í Víðihlíð. Bjarni segir engum hafa orðið meint af volkinu og að flutningarnir hafi gengið vel. Rétt fyrir klukkan tvö í nótt var búið að koma öllum í húsaskjól og björguarsveitarmenn tóku sér hvíld. Klukkan átta í morgun var svo hafist handa við að losa fasta bíla.Fólkið var á öllum aldri, yngsti strandaglópurinn var tveggja mánaða.Aðspurður hvernig bílarnir hafi verið búnir segir Bjarni að það hafi verið misjafnt. Einn og einn hafi verið á sumardekkjum og svo hafi verið bílar með kerrur aftan í sem hafi fokið þversum á veginum. Á Laugarbakka svaf fólk í félagsheimilinu og virtustu allri nokkuð rólegir yfir óförunum. Sæunn Harpa Kristjánsdóttir, sem var strandaglópur, segir að hún hafi verið í fjögurra manna hópi á tveimur bílum. Þau hafi verið að flytja á Dalvík og því hafi búslóð verið með í för en þau hafi orðið strand við afleggjarann að Hvammstanga. Björgunarsveitarmenn hafi svo komið þeim til aðstoðar. Aðspurð um stemmninguna meðal strandaglópanna í nótt segir Sæunn að vel hafi verið hlúð að fólki og það hafi verið allt til alls. Þetta hafi því verið ævintýri. Nokkur fjöldi fólks sem ákvað að halda ekki lengraí gærkvöldi var í Staðarskála í dag.Einn þeirra var Þröstur Jónsson sem kom í skálann um klukkan tíu í gærkvöld. Aðspurður segir Þröstur að hann og samferðamenn hans hafi áttað sig á að þeir kæmust ekki lengra en til Laugarbakka og því hafi þeir haldið til Hótels Staðarskála. Vegagerðin mælist til þess að menn séu ekki að leggja í ferðir á vestanverðu Norðurlandi. Veður er enn mjög slæmt og nú síðdegis lokaðist vegurinn aftur nálægt Hvammstanga þegar flutningabíll rann til. Flutningabíllinn er nú laus og Vegagerðin hleypir bílum í gegn eftir því sem hægt er. Sigurður Þór Ragnarsson veðurfræðingur er kominn hingað. Hvernig er útlitið fyrir þá sem nú eru veðurtepptir fyrir norðan. Fréttir Innlent Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum Sjá meira
Snælduvitlaust veður hefur verið í allan dag á Norðurlandi. Um hundrað og þrjátíu manns þurftu að yfirgefa bíla sína á þjóðveginum milli Laugarbakka í Miðfirði og Blönduóss í gærkvöld. Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð fyrir fólkið og björgunarsveitir hafa unnið baki brotnu síðan um kvöldmatarleytið í gær. 130 manns á um þrjátíu bílum urðu strandaglópar í Miðdal í Vestur-Húnavatnssýslu í gærkvöldi vegna óveðurs. Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöpðvar á Laugarbakka, Hvammstanga og í Víðihlíð auk þess sem hluti fólksins fékk inni í heimahúsum. Allar björgunarsveitir í Austur-og Vestur-Húnavatnssýslu voru kallaðar út til að koma í fólki í húsaskjól. Í dag hefur síðan verið unnið að því að ná upp bílum sem sátu fastir. Þeir sem urðu veðurtepptir áttu allt eins von áþvíað þurfa að vera aðra nótt en leiðin um Miðdal var opnuð um klukkan þrjú í dag en hún lokaðist aftur.Versta veðrið og ófærðin var á um tíu kílómetra kafla frá aflegggjaranum að Hvammstanga að Vatnshorni. Bjarni Óttarsson í Björgunarsveitinni Strönd á Skagaströnd segir að sveitin hafi verið kölluð út um klukkan sjö í gærkvöld og þá hafi verið kolvitlaust veður í Vestur-Húnavatnssýslu. Margir bílar hafi verið fastir fyrir utan veg og hættir að ganga vegna truflana. Þeir hafi flutt fólkið sem var í bílunum á Hvammstanga, Laugabakka og í Víðihlíð. Bjarni segir engum hafa orðið meint af volkinu og að flutningarnir hafi gengið vel. Rétt fyrir klukkan tvö í nótt var búið að koma öllum í húsaskjól og björguarsveitarmenn tóku sér hvíld. Klukkan átta í morgun var svo hafist handa við að losa fasta bíla.Fólkið var á öllum aldri, yngsti strandaglópurinn var tveggja mánaða.Aðspurður hvernig bílarnir hafi verið búnir segir Bjarni að það hafi verið misjafnt. Einn og einn hafi verið á sumardekkjum og svo hafi verið bílar með kerrur aftan í sem hafi fokið þversum á veginum. Á Laugarbakka svaf fólk í félagsheimilinu og virtustu allri nokkuð rólegir yfir óförunum. Sæunn Harpa Kristjánsdóttir, sem var strandaglópur, segir að hún hafi verið í fjögurra manna hópi á tveimur bílum. Þau hafi verið að flytja á Dalvík og því hafi búslóð verið með í för en þau hafi orðið strand við afleggjarann að Hvammstanga. Björgunarsveitarmenn hafi svo komið þeim til aðstoðar. Aðspurð um stemmninguna meðal strandaglópanna í nótt segir Sæunn að vel hafi verið hlúð að fólki og það hafi verið allt til alls. Þetta hafi því verið ævintýri. Nokkur fjöldi fólks sem ákvað að halda ekki lengraí gærkvöldi var í Staðarskála í dag.Einn þeirra var Þröstur Jónsson sem kom í skálann um klukkan tíu í gærkvöld. Aðspurður segir Þröstur að hann og samferðamenn hans hafi áttað sig á að þeir kæmust ekki lengra en til Laugarbakka og því hafi þeir haldið til Hótels Staðarskála. Vegagerðin mælist til þess að menn séu ekki að leggja í ferðir á vestanverðu Norðurlandi. Veður er enn mjög slæmt og nú síðdegis lokaðist vegurinn aftur nálægt Hvammstanga þegar flutningabíll rann til. Flutningabíllinn er nú laus og Vegagerðin hleypir bílum í gegn eftir því sem hægt er. Sigurður Þór Ragnarsson veðurfræðingur er kominn hingað. Hvernig er útlitið fyrir þá sem nú eru veðurtepptir fyrir norðan.
Fréttir Innlent Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum Sjá meira