Þörf á blóðgjöfum þar sem þjóðin eldist 31. október 2005 16:00 Blóðbankabíll hefur farið um landið og safnað blóðgjöfum. MYND/GVA Þörf er á fleiri blóðgjöfum hér á landi þar sem íslenska þjóðin er að eldast. Með hækkandi meðalaldri þurfa fleiri á blóði að halda á meðan þeim fækkar hlutfallslega sem staðið geta undir blóðgjöfum. Þetta segir Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir hjá Blóðbankanum sem ætlar ásamt Og Vodafone að standa að auglýsingaherferð þar sem fjölga á blóðgjöfum og vekja fólk til umhugsunar um þessa áskorun framtíðarinnar. Blóðbankinn og Og Vodafone hafa undanfarin tvö ár unnið saman að því að fjölga blóðgjöfum hér á landi svo hægt sé að bregðast við alvarlegum slysum, náttúruhamförum og öðru neyðarástandi. Um níu þúsund manns, eða fimm prósent þjóðarinnar, gefa blóð reglulega en betur má ef duga skal segja forsvarsmenn Blóðbankans. Þeir munu ásamt Og Vodafone ýta úr vör auglýsingaherferð með yfirskriftinni „Hetjur óskast". Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir hjá Blóðbankannum, segir ekki um að ræða bráðan skort á blóði heldur sér horft til þess að viðhalda og helst stækka blóðgjafahópinn, en Blóðbankinn þarf um 70 blóðgjafa á dag til að sinna hlutverki sínu. Sveinn segir enn fremur að íslenska þjóðin sé að verða eldri og með hækkandi meðallaldri þurfi fleiri á blóði að halda á meðan þeim fækkar hlutfallslega sem staðið geta undir blóðgjöfum. Þessi þróun hafi verið á Vesturlöndun og m.a. leitt til þess í Bandaríkjunum og Bretlandi að skortur hafi skapast á blóði og blóðhlutum. Blóðbankinn hvetji fyrirtæki, félög, sveitarfélög og ekki síst heilbrigðisyfirvöld til að gera sér grein fyrir þessari áskorun og tryggja fjármagn til kynningarstarfs og taka Blóðbankanum og Blóðgjafafélagi Íslands vel í starfi þeirra. Sveinn segir að á bilinu tvö til þrjú þúsund manns bætist í hóp blóðgjafa á ári hverju en að um helmingur þeirra verði fastir blóðgjafar. Svipaður fjöldi hætti blóðgjöf á ári hverju, m.a. vegna aldurs, og því nái Blóðbankinn rétt að halda í horfinu. Sveinn bendir á að í dag séu engar opinberar fjárveitingar eyrnamerktar til kynningarstarfs á vegum Blóðbankans. Þvert á móti hafi fjárveitingar til Blóðbankans verið skornar niður á liðnum árum. Þetta sé algerlega óviðunandi þróun. Fréttir Innlent Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Þörf er á fleiri blóðgjöfum hér á landi þar sem íslenska þjóðin er að eldast. Með hækkandi meðalaldri þurfa fleiri á blóði að halda á meðan þeim fækkar hlutfallslega sem staðið geta undir blóðgjöfum. Þetta segir Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir hjá Blóðbankanum sem ætlar ásamt Og Vodafone að standa að auglýsingaherferð þar sem fjölga á blóðgjöfum og vekja fólk til umhugsunar um þessa áskorun framtíðarinnar. Blóðbankinn og Og Vodafone hafa undanfarin tvö ár unnið saman að því að fjölga blóðgjöfum hér á landi svo hægt sé að bregðast við alvarlegum slysum, náttúruhamförum og öðru neyðarástandi. Um níu þúsund manns, eða fimm prósent þjóðarinnar, gefa blóð reglulega en betur má ef duga skal segja forsvarsmenn Blóðbankans. Þeir munu ásamt Og Vodafone ýta úr vör auglýsingaherferð með yfirskriftinni „Hetjur óskast". Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir hjá Blóðbankannum, segir ekki um að ræða bráðan skort á blóði heldur sér horft til þess að viðhalda og helst stækka blóðgjafahópinn, en Blóðbankinn þarf um 70 blóðgjafa á dag til að sinna hlutverki sínu. Sveinn segir enn fremur að íslenska þjóðin sé að verða eldri og með hækkandi meðallaldri þurfi fleiri á blóði að halda á meðan þeim fækkar hlutfallslega sem staðið geta undir blóðgjöfum. Þessi þróun hafi verið á Vesturlöndun og m.a. leitt til þess í Bandaríkjunum og Bretlandi að skortur hafi skapast á blóði og blóðhlutum. Blóðbankinn hvetji fyrirtæki, félög, sveitarfélög og ekki síst heilbrigðisyfirvöld til að gera sér grein fyrir þessari áskorun og tryggja fjármagn til kynningarstarfs og taka Blóðbankanum og Blóðgjafafélagi Íslands vel í starfi þeirra. Sveinn segir að á bilinu tvö til þrjú þúsund manns bætist í hóp blóðgjafa á ári hverju en að um helmingur þeirra verði fastir blóðgjafar. Svipaður fjöldi hætti blóðgjöf á ári hverju, m.a. vegna aldurs, og því nái Blóðbankinn rétt að halda í horfinu. Sveinn bendir á að í dag séu engar opinberar fjárveitingar eyrnamerktar til kynningarstarfs á vegum Blóðbankans. Þvert á móti hafi fjárveitingar til Blóðbankans verið skornar niður á liðnum árum. Þetta sé algerlega óviðunandi þróun.
Fréttir Innlent Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent