Innlent

Búast við hækkun vaxta af húsnæðislánum

Allt stefnir í að vextir af húsnæðislánum hækki alveg á næstunni þar sem vextir á skuldabréfamarkaði hækka nú daglega. Sérfræðingar KB banka segja að miðað við stöðuna núna þyrftu vextir Íbúðalánasjóðs til dæmis að vera 4,65 prósent en ekki 4,15, eins og þeir eru nú.

Síðastliðið haust lækkaði fjármagnskostnaður vegna íbúðakaupa um 30 til 40 prósent, sem leiddi til mikilla verðhækkana, en nú hefur kostnaðurinn hins vegar hækkað um níu prósent, sem getur leitt til tveggja prósenta lækkunar á húsnæðisverði á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×