Innlent

Samræma aðgerðir varðandi fjárhættuspil

MYND/E.Ól.

Norðurlöndin verða að samræma aðgerðir svo hvert land geti stjórnað fjárhættuspilamarkaðnum. Þetta samþykkti Norðurlandaráð á fundi sínum í dag.

Þá hlaut íslenskur hlutverkaleikur fyrstu verðlaun í samkeppni um námsefni sem Norræna ráðherranefndin efndi til. Leikurinn var þróaður af Ómari Erni Magnússyni, kennara í Hagaskóla, og hlaut hann 100 þúsund danskar krónur, eða sem samsvarar tæplega einni milljón íslenskra króna, í verðlaun.

Leikurinn, sem nefnist „Raunveruleikurinn", er ætlaður til kennslu í neytenda- og fjármálum í efsta bekk grunnskóla. Hann fer fram á Netinu og er markmiðið að nemendur fái innsýn í þær ákvarðanir sem fullorðið fólk stendur frammi fyrir á æviskeiði sínu og þau tækifæri og hindranir sem það þarf að takast á við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×