Bílstjóri vöruflutningabifreiðar slasaðist þegar bifreið hans valt á hringtorgi á mótum Vesturlandsvegar og Reykjavegar í Mosfellsbæ um hádegisbilið í dag. Maðurinn var einn í bílnum og þurfti lögreglan að brjóta framrúðu bifreiðarinnar til að komast að honum. Maðurinn var fluttur á slysadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss til aðhlynningar.
