Erlent

Mannskæð árás í Bagdad

Að minnsta kosti 30 létust og 38 særðust í bílsprengjuárás á markaði í hverfi fátækra í Bagdad fyrir stundu. Ekki er ljóst hver stóð fyrir árásinni en Reuters-fréttastofan hefur eftir lögreglu í Bagdad að ekki hafi verið um sjálfsmorðsárás að ræða heldur hafi bíl verið lagt á torgi og hann sprengdur í loft upp. Fyrr í dag fann lögregla í Bagdad lík af níu manns á þremur stöðum í borginni, en fólkið virðist allt hafa verið tekið af lífi með skoti í höfuðið og brjóstið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×