Erlent

Átök í kirkjugarðinum

Átök brutust út þegar nokkur þúsund manns gengu um götur Santíago, höfuðborgar Chile, til að minnast þess að 32 ár væru liðin frá valdaráni Augustos Pinochet. Þrettán voru handteknir en ekki kom fram hvort einhverjir hefðu meiðst. Francisco Vidal innanríkisráðherra sagði að hundrað til 150 manns bæru ábyrgð á því að til átaka kom, en gangan fór að mestu friðsamlega fram þar til upp úr sauð í grafreit þar sem minnast átti þeirra sem létust af völdum stjórnvalda í valdatíð Pinochets. Lögregla notaði táragas og vatnsbyssur til að dreifa mannfjöldanum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×