Erlent

Drottningin slæm af slitgigt

Ástæðan er slæm slitgigt í hné og baki sem plagar drottninguna. Læknar Margrétar hafa ráðið henni frá því að leggja í langferð og segja að það verði of mikið álag fyrir hana að sitja margar klukkustundir í flugvél. Þetta er í annað sinn sem heimsókn Margrétar Þórhildar til Mexíkó er frestað en hún átti upphaflega að vera í febrúar. Þá var henni slegið á frest vegna þess að forsætisráðherra Danmerkur Anders Fogh Rasmussen boðaði til þingkosninga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×