Spriklandi grænmeti 12. ágúst 2005 00:01 Á grænmetismarkaðnum í Mosfellsdal eru úrvalsvörur til sölu beint frá bóndanum og í fimm ár hafa fastagestir lagt leið sína þangað um hverja helgi. Jón Jóhannsson er einn aðstandenda markaðarins og hann segir að mest sé selt af grænmeti, en einnig eru í boði silungur úr Þingvallavatni, pestósósur úr eldhúsi Diddúar, alvöru frönsk paté og fleira og fleira. „Við erum með fastagesti sem koma á hverjum laugardegi. Það er samt svo mikið að gerast alls staðar úti á landi að við þurfum að vera sýnileg. Við reynum til dæmis að hnika aðeins til opnunartímunum ef eitthvað sérstakt er að gerast,“ segir Jón. Þegar hann er spurður eftir hverju fólk sem kemur á markaðinn sé að slægjast stendur þó ekki á svari. „Fólkið sækist eftir spriklandi grænmeti.“ Á morgun verður sérstök uppákoma þegar árleg sultukeppni grænmetismarkaðsins verður haldin. „Fólk bara mætir með sultukrukkurnar sínar á staðinn og upp úr klukkan tvö fer dómnefndin af stað,“ segir Jón. „Menn hafa verið með alls konar experímentasjónir þarna, bæði súrar og sætar, og ég veit ekki hvað það allt heitir,“ bætir hann við og viðurkennir að stundum hafi dómnefndinn þurft að teygja ímyndunaraflið aðeins til að viðurkenna það sem leyndist í krukkunum sem sultu. Grænmetismarkaðurinn er haldinn í Mosskógum í Mosfellsdal og er opinn á hverjum laugardegi frá hádegi og fram eftir degi. Matur Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira
Á grænmetismarkaðnum í Mosfellsdal eru úrvalsvörur til sölu beint frá bóndanum og í fimm ár hafa fastagestir lagt leið sína þangað um hverja helgi. Jón Jóhannsson er einn aðstandenda markaðarins og hann segir að mest sé selt af grænmeti, en einnig eru í boði silungur úr Þingvallavatni, pestósósur úr eldhúsi Diddúar, alvöru frönsk paté og fleira og fleira. „Við erum með fastagesti sem koma á hverjum laugardegi. Það er samt svo mikið að gerast alls staðar úti á landi að við þurfum að vera sýnileg. Við reynum til dæmis að hnika aðeins til opnunartímunum ef eitthvað sérstakt er að gerast,“ segir Jón. Þegar hann er spurður eftir hverju fólk sem kemur á markaðinn sé að slægjast stendur þó ekki á svari. „Fólkið sækist eftir spriklandi grænmeti.“ Á morgun verður sérstök uppákoma þegar árleg sultukeppni grænmetismarkaðsins verður haldin. „Fólk bara mætir með sultukrukkurnar sínar á staðinn og upp úr klukkan tvö fer dómnefndin af stað,“ segir Jón. „Menn hafa verið með alls konar experímentasjónir þarna, bæði súrar og sætar, og ég veit ekki hvað það allt heitir,“ bætir hann við og viðurkennir að stundum hafi dómnefndinn þurft að teygja ímyndunaraflið aðeins til að viðurkenna það sem leyndist í krukkunum sem sultu. Grænmetismarkaðurinn er haldinn í Mosskógum í Mosfellsdal og er opinn á hverjum laugardegi frá hádegi og fram eftir degi.
Matur Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira