Erlent

Yfir þúsund látnir í flóðum

Yfirvöld á Indlandi segja 1039 hafa farist í flóðum og aurskriðum vegna úrhellisrigninga í vesturhluta landsins undanfarið. Um 200 þúsund manns, sem neyddust til að flýja heimili sín, dvelja enn í flóttamannabúðum. Yfirvöld í Indlandi hafa verið harðlega gagnrýnd vegna ástandsins, þá sérstaklega vegna skólpkerfa sem náðu engan veginn að taka við vatnsflauminum. Yfirvöld svara því til að ómögulegt hefði verið að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða þar sem ekki var hægt að sjá fyrir afleiðingar óveðursins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×