Innlent

Strákarnir okkar til Toronto

Íslenska kvikmyndin Strákarnir okkar, sem Róbert Douglas leikstýrir, hefur verið valin til sýninga á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada sem fer fram 8.-17. september næstkomandi. Hátíðin er einhver sú stærsta í Norður-Ameríku. Kvikmyndin Strákarnir okkar var tekin upp í Reykjavík og nágrenni síðasta sumar og verður hún frumsýnd hér á landi hinn 1. september. Hún fjallar með gamansömum hætti um Óttar Þór, sem er aðalleikmaður KR í knattspyrnu þegar hann kemur út úr skápnum á miðju leiktímabili í veröld þar sem allt snýst um karlmennsku og testosterón. Til að finna sjálfan sig gengur hann til liðs við áhugamannafélag samkynhneigðra knattspyrnumanna. Helstu leikararnir í myndinni eru Björn Hlynur Halldórsson, Helgi Björnsson, Sigurður Skúlason og Björk Jakobsdóttir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×