Sport

Sýn Plús í loftið í september

Sjónvarpsstöðin Sýn mun fara í loftið með Sýn plús þjónustu í byrjun september. Sýn plús sýnir dagskrá Sýnar klukkutíma síðar. Rásin verður aðgengileg áskrifendum Sýnar á útsendingarsvæði Digital Íslands.  Áskrifendur sem greiða áskrift að Sýn allt árið um kring fá Sýn plús án aukagjalds. Einnig býðst áskrifendum sem greiða áskrift að Sýn allt árið um kring að velja á milli tveggja eða fleiri leikja í beinni útsendingu þegar stórleikir fara fram á sama tíma. Áskrifendur Sýnar munu geta skipt á sérstaka rás á Digital Íslandi til að sjá þann leik sem þeir kjósa í beinni útsendingu. Frekari stækkun á útsendingarsvæði Digital Íslands er fyrirhuguð og hefst afhending Digital-myndlykla á Akureyri og Suðurlandi strax á haustmánuðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×