Innlent

Gisti líklega á Klaustri

Nú er talið víst að erlendi ferðamaðurinn, sem leitað var að í alla nótt og fram að hádegi, hafi gist á Kirkjubæjarklaustri í nótt en hann er farinn þaðan. Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar var ekki tekin nein áhætta með umfang leitarinnar í ljósi þess að erlendur ferðamaður varð úti á þessum slóðum við svipuð veðurskilyrði og voru í gær, rigningu og fjögurra stiga hita. Ekki er vitað hvar ferðamaðurinn er núna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×