Sport

Jafnt í hálfleik í Eyjum

Það er jafnt í hálfleik, 1-1, hjá ÍBV og B36 í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppni Evrópukeppni félagsliða en leikur fer nú fram á Hásteinsvellinum í Eyjum. Færeyska liðið skoraði strax á 7. mínútu en Pétur Óskar Sigurðsson jafnaði á 25. mínútu. Færeyingarnir byrjuðu leikinn mjög vel og skoruðu eftir aðeins sjö mínútur. Fyrirgjöf Bergs Midjord sigldi alla leið framhjá Birki og inn í markið. Þetta var mjög klaufalegt mark. Pétur Óskar Sigurðsson náði að jafna leikinn 18 mínútum síðar á laglegan hátt. Pétur vann boltann lék á tvo varnarmenn og skoraði glæsilega. Eftir markið hafa Eyjamenn verið sprækari og eru til alls líklegir í seinni hálfleik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×