Sport

Ferna hjá Herði í Lúxemborg

Keflvíkingar unnu stórsigur gegn FC Etzella í Lúxemborg í 1.umferð forkeppni Evrópukeppni félagsliða en leikurinn fór fram í Lúxemborg. VISA-bikarmeistarar Keflavíkur unnu leikinn 0-4 og skoraði Hörður Sveinsson öll fjögur mörkin í leiknum. Keflavík er þar með í frábærum málum fyrir seinni leikinn sem fer fram á Laugardalsvelli eftir tvær vikur en Keflavík má tapa þeim leik með þriggja marka mun. Hörður Sveinsson skoraði fyrsta markið á 10. mínútu leiksins og bætti síðan þremur mörkum við í seinni hálfleiknum. Hann er fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til þess að skora fernu í Evrópukeppninni. Evrópukeppni félagsliða 1. umferð forkeppni - fyrri leikurFC Etzella - Keflavík 0-4 (0-1) 0-1 Hörður Sveinsson (10.) 0-2 Hörður Sveinsson (60.) 0-3 Hörður Sveinsson (75.) 0-4 Hörður Sveinsson (86.)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×