Sport

Hörður kemur Keflavík yfir

Hörður Sveinsson er búinn að koma Keflavík í 0-1 gegn FC Etzella í Lúxemborg í 1.umferð forkeppni Evrópukeppni félagsliða en leikurinn er nýhafinn í Lúxemborg. Leikur VISA-bikarmeistara Keflavíkur fer fram á Stade du Deich leikvanginum í Ettelbrück, sem tekur 650 manns í sæti, og hófst kl. 16:30 að íslenskum tíma. Markið skoraði Hörður eftir aðeins 10. mínútna leik en íslensk lið hafa aldrei dottið út fyrir liðum á Lúxemburg en þetta er í þriðja sinn sem félagslið þessarra þjóða mætast í Evrópukeppninni. Byrjunarlið Keflavíkur er þannig skipað: Ómar Jóhannsson - Issa Abdulkadir, Michael Johansson, Baldur Sigurðsson, Guðjón Árni Antoníusson, Jónas Guðni Sævarsson, Hólmar Örn Rúnarsson, Gestur Gylfason, Gunnar Hilmar Kristinsson, Guðmundur Steinarsson og Hörður Sveinsson. Varamenn: Magnús Þormar, Ásgrímur Albertsson, Bjarni Sæmundsson, Einar Orri, Atli Rúnar Hólmbergsson, Ólafur Jón og Stefán Örn Arnarson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×