Innlent

Fæðingar í heimahúsum

Fæðingar í heimahúsum voru fjörtíu og fimm á síðasta ári, fjórum fæðingum fleiri en árinu áður. Kostnaður Tryggingastofnunar vegna heimafæðinga á síðasta ári nam rúmlega 57 þúsund krónum að meðaltali á hverja fæðingu eða rúmum tveimur og hálfri milljón króna.  Á síðasta ári nutu 2.290 sængurkonur þjónustu ljósmæðra eða hjúkrunarfæðinga í heimahúsum, umtalsvert fleiri en árið áður þegar þær voru 1.653. Greiðslur Tryggingastofnunar fyrir aðstoð við sængurkonur vegna vitjana og bráðaútkalla fyrir og eftir fæðingu námu hins vegar rúmlega 70 milljónum króna á árinu 2004 á móti rúmlega 46 milljónum árið áður, en frá þessu er greint á heimasíðu Tryggingastofnunar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×