Sport

Úrslit Landsbankadeildar 12. júlí

Aðeins eitt mark var skorað í tveimur síðustu leikjum tíundu umferðar Landsbankadeildar karla í knattspyrnu í gærkvöld. Matthías Guðmundsson skoraði sigurmark Vals á 75. mínútu gegn Grindavík á Grindavíkurvelli. Hlíðarendapiltar minnkuðu forskot FH-inga á toppnum aftur niður í sex stig eru með 24 stig í öðru sæti. Grindvíkingar eru í sjöunda sæti með 9 stig. Atli Eðvaldsson stýrði Þrótturum í fyrsta skipti þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn ÍA á Laugardalsvellinum. Þróttarar eru sem fyrr neðstir með 6 stig en ÍA er með 14 stig í fimmta sæti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×