Sport

Pieter Weening vann áttundu umferð

Hollendingurinn Pieter Weening vann í dag áttunda áfanga, Frakklandshjólreiðanna, Tour de France, en kappararnir hjóluðu 231 og hálfan kílómetra. Eftir áfangann í dag þá hefur Bandaríkjamaðurinn ótrúlegi, Lance Armstrong enn forystu. Hann er með mínútu forskot á Þjóðverjann ,Jens Voigt, Alexandre Vinokourov frá Kasakshtan er þriðji. Armstrong hefur unnið Frakklandshjólreiðarnar sex sinnum í röð og stefnir að sjöunda titli sínum en þetta verður í síðasti skipti sem hann tekur þátt. Keppninni lýkur í París 24.júlí næstkomandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×