Lögreglukylfan og penninn 14. júní 2005 00:01 Svar við ádrepu Guðmundar Andra Thorssonar - Hannes Hólmsteinn Gissurarason prófessor Vonbrigðin skinu út úr grein þeirri, sem Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur skrifaði hér í blaðið á mánudaginn vegna þess, að Héraðsdómur vísaði í síðustu viku frá máli erfingja Halldórs Kiljans Laxness gegn mér. Þeir höfðu krafist opinberrar refsingar ásamt miskabótum og skaðabótum, af því að ég gerðist svo djarfur að nýta mér minningabrot skáldsins í ævisögu hans. Guðmundur Andri huggaði sig við það, að úrskurður Héraðsdóms væri ekki efnislegur, heldur snerist um það, að málið væri stórlega vanreifað af hálfu erfingjanna. Eftir væri að fá úr því skorið, hvort vinnubrögð mín væru "í lagi". Það kemur á óvart að heyra slíkan tón frá rithöfundi. Jafnvel þótt vinnubrögð mín væru ekki "í lagi" að einhverra dómi, þarf það auðvitað ekki að merkja, að ég hafi brotið lög. Það er eitthvað óviðkunnanlegt við það, þegar einn rithöfundur óskar þess, að dómstólar skipi öðrum fyrir um það, hvernig hann eigi að skrifa. Fer penni ekki betur í hendi rithöfundar en lögreglukylfa? Guðmundur Andri á samt þakkir skildar fyrir grein sína. Hann staðfestir málflutning minn um tvö mikilvæg úrlausnarefni. Hið fyrra er, hvað valdi hinni ótrúlegu heift, sem nokkrir vinstri sinnaðir bókmenntafræðingar með greiðan aðgang að fjölmiðlum hafa sýnt mér síðustu misseri. Skýringin er, að þeir telja sig hafa einkaeignarrétt á ævi og verkum Halldórs Kiljans Laxness. Guðmundur Andri skrifaði eitt sinn grein hér í blaðið undir fyrirsögninni "Þegar boðflennan gerist veislustjóri". Hún var um það, að ég skyldi skrifa bók um Laxness. Fyrirsögnin var fróðleg: Þetta var bersýnilega samkoma, sem aðeins átti að bjóða sumum í. Aðrir voru boðflennur. Laxness var samkvæmt því ekki þjóðskáld, heldur þinglýst eign nokkurra vinstri sinnaðra menntamanna. Guðmundur endurtekur slíkar líkingar í grein sinni hér á mánudaginn. Ég hafi með því að skrifa ævisögu Laxness reynt "fjandsamlega yfirtöku". Yfirtöku frá hverjum? Væntanlega Guðmundi Andra og félögum hans, sem eigi skáldið. Eitt sinn var talað um flokkseigendafélagið. Nú mætti tala um Halldórseigendafélagið. Seinna atriðið, sem Guðmundur Andri staðfestir í grein sinni, er, að texti minn í ævisögunni um Laxness er ekki hinn sami og texti Laxness í minningabókum hans, en sú ásökun hefur heyrst oftar en tölu verður á komið. Megininntakið í grein Guðmundar Andra er einmitt, að texti minn sé miklu síðri texta Laxness! Ég hef oft gert grein fyrir því opinberlega, hvernig ég vann í fyrsta bindi ævisögunnar úr texta Laxness (og öðrum textum auðvitað líka) eigin texta: Ég studdist mjög við lýsingar skáldsins á æsku sinni, en breytti þeim eftir eðli og tilgangi verks míns. Þar á meðal stytti ég setningar og tók út skáldlegar líkingar og einstaklingsbundið mat. Ég vildi skrifa einfaldan, hraðan, lipran blaðamannastíl, ekki tilþrifamikinn eða ljóðrænan rithöfundastíl, sem átti ekki við í ævisögu Laxness, þótt hann dygði honum sjálfum vel í minningabókunum. Þetta kallar Guðmundur Andri með fyrirlitningu maggísúpustíl. Ég get af því tilefni sagt honum, að stundum má taka undir gagnrýni meistara Þórbergs á "hriflingabjargastíl" Laxness. Hann á það til að vera of tilgerðarlegur, vera öðru vísi til þess eins að vera öðru vísi, nota skrýtin orð aðeins af þeirri ástæðu, að þau eru skrýtin. Í herferð Halldórseigendafélagsins gegn mér eftir útkomu fyrsta bindis ævisögu Laxness, sakaði Helga Kress mig um stórfellda rannsókna- og hugmyndastuldi, þar sem ég hefði ekki vísað nógu oft til annarra fræðimanna. Þótt Helga gengi þar allt of langt, skal ég játa á mig yfirsjón. Í bók minni voru ekki nema 1.600 tilvísanir. Þær hefðu mátt vera 1.700. Til er fólk, sem skrifar eina ritgerð í fræðileg tímarit annað hvort ár og hefur lítið annað að gleðjast yfir í lífinu en það, að vísað sé til þess í neðanmálsgreinum. Mér var útlátalaust að sýna þessu neðanmálsfólki virðingu. En mér sýnist Guðmundur Andri sekur um hið sama í grein sinni hér í blaðinu á mánudaginn. Hann notar dæmi frá Helgu Kress án þess að geta hennar. Er þetta ekki rannsóknastuldur í skilningi hennar? Raunar er Guðmundur Andri líka sekur um hugmyndastuld í skilningi Helgu. Í skáldsögu sinni, Íslandsförinni, notaði Guðmundur Andri atvik og einstaklinga úr ævisögu Þorláks Johnsons eftir Lúðvík Kristjánsson, eins og Einar Sveinbjörnsson benti á í blaðagrein í ársbyrjun 1997. En auðvitað var Guðmundur Andri ekki sekur þar um hugmyndastuld. Mælikvarði Helgu Kress er allt of strangur. Þetta var ekki þjófnaður texta, heldur úrvinnsla. Skáldsaga Guðmundar Andra er sjálfstætt sköpunarverk, eins og bók mín um Laxness. Er niðurstaðan ekki sú, að hvorugur okkar Guðmundar Andra er neinn glæpamaður og hann ætti að leggja frá sér lögreglukylfuna og taka upp pennann? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Svar við ádrepu Guðmundar Andra Thorssonar - Hannes Hólmsteinn Gissurarason prófessor Vonbrigðin skinu út úr grein þeirri, sem Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur skrifaði hér í blaðið á mánudaginn vegna þess, að Héraðsdómur vísaði í síðustu viku frá máli erfingja Halldórs Kiljans Laxness gegn mér. Þeir höfðu krafist opinberrar refsingar ásamt miskabótum og skaðabótum, af því að ég gerðist svo djarfur að nýta mér minningabrot skáldsins í ævisögu hans. Guðmundur Andri huggaði sig við það, að úrskurður Héraðsdóms væri ekki efnislegur, heldur snerist um það, að málið væri stórlega vanreifað af hálfu erfingjanna. Eftir væri að fá úr því skorið, hvort vinnubrögð mín væru "í lagi". Það kemur á óvart að heyra slíkan tón frá rithöfundi. Jafnvel þótt vinnubrögð mín væru ekki "í lagi" að einhverra dómi, þarf það auðvitað ekki að merkja, að ég hafi brotið lög. Það er eitthvað óviðkunnanlegt við það, þegar einn rithöfundur óskar þess, að dómstólar skipi öðrum fyrir um það, hvernig hann eigi að skrifa. Fer penni ekki betur í hendi rithöfundar en lögreglukylfa? Guðmundur Andri á samt þakkir skildar fyrir grein sína. Hann staðfestir málflutning minn um tvö mikilvæg úrlausnarefni. Hið fyrra er, hvað valdi hinni ótrúlegu heift, sem nokkrir vinstri sinnaðir bókmenntafræðingar með greiðan aðgang að fjölmiðlum hafa sýnt mér síðustu misseri. Skýringin er, að þeir telja sig hafa einkaeignarrétt á ævi og verkum Halldórs Kiljans Laxness. Guðmundur Andri skrifaði eitt sinn grein hér í blaðið undir fyrirsögninni "Þegar boðflennan gerist veislustjóri". Hún var um það, að ég skyldi skrifa bók um Laxness. Fyrirsögnin var fróðleg: Þetta var bersýnilega samkoma, sem aðeins átti að bjóða sumum í. Aðrir voru boðflennur. Laxness var samkvæmt því ekki þjóðskáld, heldur þinglýst eign nokkurra vinstri sinnaðra menntamanna. Guðmundur endurtekur slíkar líkingar í grein sinni hér á mánudaginn. Ég hafi með því að skrifa ævisögu Laxness reynt "fjandsamlega yfirtöku". Yfirtöku frá hverjum? Væntanlega Guðmundi Andra og félögum hans, sem eigi skáldið. Eitt sinn var talað um flokkseigendafélagið. Nú mætti tala um Halldórseigendafélagið. Seinna atriðið, sem Guðmundur Andri staðfestir í grein sinni, er, að texti minn í ævisögunni um Laxness er ekki hinn sami og texti Laxness í minningabókum hans, en sú ásökun hefur heyrst oftar en tölu verður á komið. Megininntakið í grein Guðmundar Andra er einmitt, að texti minn sé miklu síðri texta Laxness! Ég hef oft gert grein fyrir því opinberlega, hvernig ég vann í fyrsta bindi ævisögunnar úr texta Laxness (og öðrum textum auðvitað líka) eigin texta: Ég studdist mjög við lýsingar skáldsins á æsku sinni, en breytti þeim eftir eðli og tilgangi verks míns. Þar á meðal stytti ég setningar og tók út skáldlegar líkingar og einstaklingsbundið mat. Ég vildi skrifa einfaldan, hraðan, lipran blaðamannastíl, ekki tilþrifamikinn eða ljóðrænan rithöfundastíl, sem átti ekki við í ævisögu Laxness, þótt hann dygði honum sjálfum vel í minningabókunum. Þetta kallar Guðmundur Andri með fyrirlitningu maggísúpustíl. Ég get af því tilefni sagt honum, að stundum má taka undir gagnrýni meistara Þórbergs á "hriflingabjargastíl" Laxness. Hann á það til að vera of tilgerðarlegur, vera öðru vísi til þess eins að vera öðru vísi, nota skrýtin orð aðeins af þeirri ástæðu, að þau eru skrýtin. Í herferð Halldórseigendafélagsins gegn mér eftir útkomu fyrsta bindis ævisögu Laxness, sakaði Helga Kress mig um stórfellda rannsókna- og hugmyndastuldi, þar sem ég hefði ekki vísað nógu oft til annarra fræðimanna. Þótt Helga gengi þar allt of langt, skal ég játa á mig yfirsjón. Í bók minni voru ekki nema 1.600 tilvísanir. Þær hefðu mátt vera 1.700. Til er fólk, sem skrifar eina ritgerð í fræðileg tímarit annað hvort ár og hefur lítið annað að gleðjast yfir í lífinu en það, að vísað sé til þess í neðanmálsgreinum. Mér var útlátalaust að sýna þessu neðanmálsfólki virðingu. En mér sýnist Guðmundur Andri sekur um hið sama í grein sinni hér í blaðinu á mánudaginn. Hann notar dæmi frá Helgu Kress án þess að geta hennar. Er þetta ekki rannsóknastuldur í skilningi hennar? Raunar er Guðmundur Andri líka sekur um hugmyndastuld í skilningi Helgu. Í skáldsögu sinni, Íslandsförinni, notaði Guðmundur Andri atvik og einstaklinga úr ævisögu Þorláks Johnsons eftir Lúðvík Kristjánsson, eins og Einar Sveinbjörnsson benti á í blaðagrein í ársbyrjun 1997. En auðvitað var Guðmundur Andri ekki sekur þar um hugmyndastuld. Mælikvarði Helgu Kress er allt of strangur. Þetta var ekki þjófnaður texta, heldur úrvinnsla. Skáldsaga Guðmundar Andra er sjálfstætt sköpunarverk, eins og bók mín um Laxness. Er niðurstaðan ekki sú, að hvorugur okkar Guðmundar Andra er neinn glæpamaður og hann ætti að leggja frá sér lögreglukylfuna og taka upp pennann?
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar