Álversframkvæmdir ekki stöðvaðar 10. júní 2005 00:01 Samkvæmt dómi Hæstaréttar síðast liðinn fimmtudag, í máli sem Hjörleifur Guttormsson höfðaði gegn íslenska ríkinu, Alcoa á Íslandi, Fjarðaáli og Reyðaráli, þarf að fara fram nýtt mat á umhverfisáhrifum álverksmiðjunnar sem í byggingu er í Reyðarfirði. Hjörleifur segir að umhverfismat sé forsenda og frumskilyrði fyrir veitingu framkvæmda- og starfsleyfis og því beri stjórnvöldum að afturkalla þau leyfi sem veitt hafa verið. "Stjórnvöld eiga að tryggja að beðið verði með frekari framkvæmdir á meðan Alcoa vinnur að nýju mati á umhverfisáhrifum og það mat fær meðferð lögum samkvæmt," segir Hjörleifur. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir aðstoðarskipulagsstjóri hjá Skipulagsstofnun segir að framkvæmdaleyfi og starfsleyfi falli ekki sjálfkrafa úr gildi með dómnum heldur sé það í höndum leyfisveitenda, Umhverfisstofnunar vegna starfsleyfis og Fjarðabyggðar vegna framkvæmdaleyfis, að afturkalla leyfin ef þessir aðilar telja forsendur fyrir leyfunum brostnar. Þótt starfsleyfi hafi verið gefið út er ekki aðkallandi að endurskoða það þar sem leyfið kemur í raun ekki til framkvæmda fyrr en verksmiðjan verður tilbúin árið 2007. Lögmaður Umhverfisstofnunar, Sigurður Örn Guðleifsson, segir að í kjölfar dóms Hæstaréttar hafi stofnunin skoðað hvort hugsanlega ætti að afturkalla starfsleyfið en ákveðið að gera það ekki. "Okkar niðurstaða er að bíða eftir nýju umhverfismati og skoða þá málið að nýju," segir Sigurður Örn. Í lögum um mat á umhverfisáhrifum segir að óheimilt sé að gefa út leyfi fyrir matsskyldri framkvæmd og starfsemi sem henni fylgi fyrr en úrskurður um mat á umhverfsiáhrifum liggur fyrir. Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir að bæjaryfirvöld muni ekki afturkalla framkvæmdaleyfi enda komi ekkert fram í dómi Hæstaréttar sem kalli á slíkt. "Það eina sem við þurfum að skoða vandlega eru þau byggingaleyfi sem Alcoa sækir um á meðan á þessu umhverfsmati stendur og gæta þess að þau brjóti ekki í bága við lög og reglugerðir. Verði hins vegar mikil breyting á nýju umhverfismati frá hinu fyrra þá þarf að fara yfir allar leyfisveitingar á nýjan leik," segir Guðmundur. Fréttir Innlent Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Samkvæmt dómi Hæstaréttar síðast liðinn fimmtudag, í máli sem Hjörleifur Guttormsson höfðaði gegn íslenska ríkinu, Alcoa á Íslandi, Fjarðaáli og Reyðaráli, þarf að fara fram nýtt mat á umhverfisáhrifum álverksmiðjunnar sem í byggingu er í Reyðarfirði. Hjörleifur segir að umhverfismat sé forsenda og frumskilyrði fyrir veitingu framkvæmda- og starfsleyfis og því beri stjórnvöldum að afturkalla þau leyfi sem veitt hafa verið. "Stjórnvöld eiga að tryggja að beðið verði með frekari framkvæmdir á meðan Alcoa vinnur að nýju mati á umhverfisáhrifum og það mat fær meðferð lögum samkvæmt," segir Hjörleifur. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir aðstoðarskipulagsstjóri hjá Skipulagsstofnun segir að framkvæmdaleyfi og starfsleyfi falli ekki sjálfkrafa úr gildi með dómnum heldur sé það í höndum leyfisveitenda, Umhverfisstofnunar vegna starfsleyfis og Fjarðabyggðar vegna framkvæmdaleyfis, að afturkalla leyfin ef þessir aðilar telja forsendur fyrir leyfunum brostnar. Þótt starfsleyfi hafi verið gefið út er ekki aðkallandi að endurskoða það þar sem leyfið kemur í raun ekki til framkvæmda fyrr en verksmiðjan verður tilbúin árið 2007. Lögmaður Umhverfisstofnunar, Sigurður Örn Guðleifsson, segir að í kjölfar dóms Hæstaréttar hafi stofnunin skoðað hvort hugsanlega ætti að afturkalla starfsleyfið en ákveðið að gera það ekki. "Okkar niðurstaða er að bíða eftir nýju umhverfismati og skoða þá málið að nýju," segir Sigurður Örn. Í lögum um mat á umhverfisáhrifum segir að óheimilt sé að gefa út leyfi fyrir matsskyldri framkvæmd og starfsemi sem henni fylgi fyrr en úrskurður um mat á umhverfsiáhrifum liggur fyrir. Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir að bæjaryfirvöld muni ekki afturkalla framkvæmdaleyfi enda komi ekkert fram í dómi Hæstaréttar sem kalli á slíkt. "Það eina sem við þurfum að skoða vandlega eru þau byggingaleyfi sem Alcoa sækir um á meðan á þessu umhverfsmati stendur og gæta þess að þau brjóti ekki í bága við lög og reglugerðir. Verði hins vegar mikil breyting á nýju umhverfismati frá hinu fyrra þá þarf að fara yfir allar leyfisveitingar á nýjan leik," segir Guðmundur.
Fréttir Innlent Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira