Milljónatjón á einkavirkjunum 7. júní 2005 00:01 Milljónatjón varð þegar stífla brast í Sandá í gærkvöldi. Eigendurnir, sem eru bændur í nágrenninu, eru ekki vissir um orsökina, en grunar að þurrkar undanfarinna daga hafi átt einhvern hlut að máli. Þeir þakka þó fyrir að enginn skyldi slasast þegar flóðbylgjan æddi niður árfarveginn. Laugarvatnið var ekki fagurt á að líta í dag, mórautt eins og jökulvatn eftir flóðbygljuna í gærkvöldi. Stíflurnar í Sandá eru tvær skammt fyrir ofan bæinn Eyvindartungu við Laugarvatn. Sú efri var gerð úr jarðvegi og þegar hún brast í gærkvöldi eftir gríðarmikla úrkomu æddi vatnið úr lóninu niður árfarveginn og stórskemmdi þá neðri sem er steinsteypt. Ein virkjun er við hvora stíflu og samtals hafa þær framleitt 600 kílóvött sem eigendurnir hafa selt inn á kerfi RARIK. En er vitað hversu mikið tjónið er? Þorkell Snæbjörnsson, einn eigendanna, segir að það sé ekki vitað en að hann geri ráð fyrir því að það hlaupi á milljónum. Það eigi eftir að skoða skemmdirnar og meta tjónið en ekki sé gott að gera það þegar allt er blautt og á floti. Aðspurður hvort aðstandendur virkjananna séu tryggðir segir hann að það haldi hann ekki. Þorkell segir hreinlega ekki vitað hvernig það gat gerst að efri stíflan brast en getgátur eru uppi um að miklir þurrkar hafi valdið því að brestur kom í hana. Fjölskyldan að Austurey 2 hefur lagt í miklar fjárfestingar með virkjununum og 600 kílóvatta framleiðsla hefur verið nokkur búbót. Þorkell segir stofnkostnað hafa verið mikinn en svo eigi virkjunin að virka og allt að ganga vel. Þorkell segist ekki vita hvenær verði hægt að ráðast í viðgerðir. Hann vonast til að hægt sé að koma neðri virkjuninni í gang eftir viku eða svo en lengri tíma muni taka að endurbyggja ofar í ánni. Krafturinn í vatninu var gríðarlegur og rör sem var hulið jarðvegi hefur nú skolast burt. Þorkell segir vissulega sárt að sjá á eftir mikilli uppbyggingu undanfarinna ára en það hefði þó getað farið verr. Hann þakki guði fyrir það að ekki hafi orðið slys á fólki, en það hafi verið töluvert af fólki á svæðinu í gær. Þá sé einnig gott að búfé hafi sloppið. Þorkell segir að skemmdirnar sé hægt að bæta en ef slys hefði orðið hefði það ekki verið gott mál. Bændur hafi lengi beðið eftir vætu en þetta hafi verið fullmikið af því góða. Fréttir Innlent Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Milljónatjón varð þegar stífla brast í Sandá í gærkvöldi. Eigendurnir, sem eru bændur í nágrenninu, eru ekki vissir um orsökina, en grunar að þurrkar undanfarinna daga hafi átt einhvern hlut að máli. Þeir þakka þó fyrir að enginn skyldi slasast þegar flóðbylgjan æddi niður árfarveginn. Laugarvatnið var ekki fagurt á að líta í dag, mórautt eins og jökulvatn eftir flóðbygljuna í gærkvöldi. Stíflurnar í Sandá eru tvær skammt fyrir ofan bæinn Eyvindartungu við Laugarvatn. Sú efri var gerð úr jarðvegi og þegar hún brast í gærkvöldi eftir gríðarmikla úrkomu æddi vatnið úr lóninu niður árfarveginn og stórskemmdi þá neðri sem er steinsteypt. Ein virkjun er við hvora stíflu og samtals hafa þær framleitt 600 kílóvött sem eigendurnir hafa selt inn á kerfi RARIK. En er vitað hversu mikið tjónið er? Þorkell Snæbjörnsson, einn eigendanna, segir að það sé ekki vitað en að hann geri ráð fyrir því að það hlaupi á milljónum. Það eigi eftir að skoða skemmdirnar og meta tjónið en ekki sé gott að gera það þegar allt er blautt og á floti. Aðspurður hvort aðstandendur virkjananna séu tryggðir segir hann að það haldi hann ekki. Þorkell segir hreinlega ekki vitað hvernig það gat gerst að efri stíflan brast en getgátur eru uppi um að miklir þurrkar hafi valdið því að brestur kom í hana. Fjölskyldan að Austurey 2 hefur lagt í miklar fjárfestingar með virkjununum og 600 kílóvatta framleiðsla hefur verið nokkur búbót. Þorkell segir stofnkostnað hafa verið mikinn en svo eigi virkjunin að virka og allt að ganga vel. Þorkell segist ekki vita hvenær verði hægt að ráðast í viðgerðir. Hann vonast til að hægt sé að koma neðri virkjuninni í gang eftir viku eða svo en lengri tíma muni taka að endurbyggja ofar í ánni. Krafturinn í vatninu var gríðarlegur og rör sem var hulið jarðvegi hefur nú skolast burt. Þorkell segir vissulega sárt að sjá á eftir mikilli uppbyggingu undanfarinna ára en það hefði þó getað farið verr. Hann þakki guði fyrir það að ekki hafi orðið slys á fólki, en það hafi verið töluvert af fólki á svæðinu í gær. Þá sé einnig gott að búfé hafi sloppið. Þorkell segir að skemmdirnar sé hægt að bæta en ef slys hefði orðið hefði það ekki verið gott mál. Bændur hafi lengi beðið eftir vætu en þetta hafi verið fullmikið af því góða.
Fréttir Innlent Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira