Skipulagsmál helsta kosningamál 7. júní 2005 00:01 Tæpu ári fyrir næstu borgarstjórnarkosningar bendir flest til þess að skipulagsmál verði helsta kosningamálið. Fyrir rúmri viku kynntu sjálfstæðismenn hugmyndir um eyjabyggð í Reykjavík en í dag kynnti borgarfulltrúi R-listans tillögu um framtíðarbyggð á Vatnsmýrarsvæðinu með tengingu við Álftanes. Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi R-listans, kynnti hugmyndirnar á borgarstjórnarfundi í dag, en þær ganga út á að Vatnsmýrin og Álftanes verði þróuð saman sem ein skipulagsheild og að Vatnsmýrin verði byggð upp í nánum tengslum við miðborgarsvæðið. Í hugmyndunum er gert ráð fyrir hraðbraut frá Skerjafirði út á Álftanes. Stefán Jón Hafstein segir að með því að leggja þverbraut yfir Skerjafjörð og yfir á Álftanes sem síðan tengist yfir í Hafnarfjörð þá opnist hringbraut í kringum miðborgarkjarnann sem nú verði framtíðarborgin fyrir höfuðborgarsvæið allt og þar með verði opnað fyrir gríðarlega möguleika fyrir nýja tegund umferðar auk þess sem létt verði á álagspunktum sem séu á umferðarmannvirkjum í borginni. Þannig fáist loksins sú hringtenging umhverfis miðbæinn sem alltaf hafi vantað. Reykjavíkurflugvöllur á að fara úr Vatnsmýrinni samkvæmt þessum tillögum og Stefán segir að það blasi við að hægt sé að finna lausnir sem menn geti sætt sig við. Í þessum nýju hugmyndum um skipulagsmál í borginni er gert ráð fyrir að Suðurgata liggi út á Álftanes og það verði grafin jarðgöng sem muni koma upp við álverið í Straumsvík. Með göngunum styttist leiðin úr miðborg Reykjavíkur til Keflavíkur umtalsvert. Stefán vekur athygli á því að það geti verið miklir hagsmunir fyrir landsbyggðina að hafa innanlandsflug nálægt miðborg Reykjavíkur en það séu mjög miklir hagsmunir fyrir miðborg Reykjavíkur að fljótfarnara sé út á alþjóðlegan flugvöll. Töluverður munur er á tillögum Reykjavíkurlistans og Sjálfstæðisflokksins um skipulag í miðborginni og ljóst að hart verður tekist á um skipulagsmálin í komandi kosningum. Stefán segir að tillagan sé mótspil við tillögu sjálfstæðismanna en með því að byggja uppfyllingar út á sundin og út í eyjar færist þungamiðjan í miðborginni vestur fyrir þann stað sem hún sé nú. R-listinn sé einhuga um það að miðborgin sé þungamiðjan og Vatnsmýrin færi þau tækifæri sem þau þrái. Aðspurður hvort þetta séu hans tillögur eða R-listans segir Stefán að þessi mál hafi verið rædd fram og aftur og einhugur sé innan R-listans um það að Vatnsmýrin sé næsta stóra tækifæri. Svo varpi fulltrúar listans á milli sín hugmyndum um það hvernig þeir sjái fyrir sér framtíðina. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Sjá meira
Tæpu ári fyrir næstu borgarstjórnarkosningar bendir flest til þess að skipulagsmál verði helsta kosningamálið. Fyrir rúmri viku kynntu sjálfstæðismenn hugmyndir um eyjabyggð í Reykjavík en í dag kynnti borgarfulltrúi R-listans tillögu um framtíðarbyggð á Vatnsmýrarsvæðinu með tengingu við Álftanes. Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi R-listans, kynnti hugmyndirnar á borgarstjórnarfundi í dag, en þær ganga út á að Vatnsmýrin og Álftanes verði þróuð saman sem ein skipulagsheild og að Vatnsmýrin verði byggð upp í nánum tengslum við miðborgarsvæðið. Í hugmyndunum er gert ráð fyrir hraðbraut frá Skerjafirði út á Álftanes. Stefán Jón Hafstein segir að með því að leggja þverbraut yfir Skerjafjörð og yfir á Álftanes sem síðan tengist yfir í Hafnarfjörð þá opnist hringbraut í kringum miðborgarkjarnann sem nú verði framtíðarborgin fyrir höfuðborgarsvæið allt og þar með verði opnað fyrir gríðarlega möguleika fyrir nýja tegund umferðar auk þess sem létt verði á álagspunktum sem séu á umferðarmannvirkjum í borginni. Þannig fáist loksins sú hringtenging umhverfis miðbæinn sem alltaf hafi vantað. Reykjavíkurflugvöllur á að fara úr Vatnsmýrinni samkvæmt þessum tillögum og Stefán segir að það blasi við að hægt sé að finna lausnir sem menn geti sætt sig við. Í þessum nýju hugmyndum um skipulagsmál í borginni er gert ráð fyrir að Suðurgata liggi út á Álftanes og það verði grafin jarðgöng sem muni koma upp við álverið í Straumsvík. Með göngunum styttist leiðin úr miðborg Reykjavíkur til Keflavíkur umtalsvert. Stefán vekur athygli á því að það geti verið miklir hagsmunir fyrir landsbyggðina að hafa innanlandsflug nálægt miðborg Reykjavíkur en það séu mjög miklir hagsmunir fyrir miðborg Reykjavíkur að fljótfarnara sé út á alþjóðlegan flugvöll. Töluverður munur er á tillögum Reykjavíkurlistans og Sjálfstæðisflokksins um skipulag í miðborginni og ljóst að hart verður tekist á um skipulagsmálin í komandi kosningum. Stefán segir að tillagan sé mótspil við tillögu sjálfstæðismanna en með því að byggja uppfyllingar út á sundin og út í eyjar færist þungamiðjan í miðborginni vestur fyrir þann stað sem hún sé nú. R-listinn sé einhuga um það að miðborgin sé þungamiðjan og Vatnsmýrin færi þau tækifæri sem þau þrái. Aðspurður hvort þetta séu hans tillögur eða R-listans segir Stefán að þessi mál hafi verið rædd fram og aftur og einhugur sé innan R-listans um það að Vatnsmýrin sé næsta stóra tækifæri. Svo varpi fulltrúar listans á milli sín hugmyndum um það hvernig þeir sjái fyrir sér framtíðina.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Sjá meira