Innlent

KEA fagnar staðsetningu stofnunar

Stjórn kaupfélags Eyfirðinga fagnar ákvörðun Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra um að staðsetja Landbúnaðarstofnun á Selfossi. Í ályktun stjórnar KEA sem samþykkt var á fundi félagsins segir að ákvörðunin staðfesti afstöðu ríkisstjórnarinnar til staðsetningar opinberra verkefna. KEA ítrekar fyrri samþykktir varðandi þátttöku félagsins í undirbúningi að flutningi verkefna ríkisins til félagssvæðis kaupfélagsins og væntir góðs samstarfs við ríkisstjórn og ráðherra um flutning verkefna og stofnana. Stjórn KEA hefur meðal annars óskað eftir fundi með Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, til að ræða um mögulega staðsetningu Neytendastofu á Akureyri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×