Heiðarlegasti sendillinn 31. maí 2005 00:01 Stefán er hress og kátur þegar við hittumst við Háaleitisbrautina. Hann var að hlaða geyminn á hjólinu sem er ekki aðeins fótstigið líkt og hefðbundin reiðhjól heldur gengur einnig fyrir rafmagni. "Vanalega þarf ég ekki að hlaða það nema yfir nóttina en það fer eftir eyðslu," segir Stefán sem átt hefur hjólið góða í þrjú ár. Það er fimm gíra og hefur reynst honum vel, ekki síður að vetri en sumri því þá setur hann snjódekkin undir. Senn fjölgar í flota Stefáns því í júlí fær hann vespu sem hann festi sér fyrir skemmstu. "Ég býst við að skiptast á að nota hjólin þegar ég hef fengið vespuna. Þetta er bensínvespa og ég er að læra á svona hjól núna." Greinilegt er á Stefáni að hann hlakkar til að fá vespuna sem hann hyggst reka við hlið rafknúna reiðhjólsins. "Það er ekki hægt að selja svona hjól svo ég á það bara áfram." Stefán sendill er titlaður sendill í símaskránni og hefur verið lengi í faginu. "Ég hef verið að þessu í hundrað ár," segir hann brosandi og bætir við að hann sé einn heiðarlegasti sendillinn í borginni. Stefán hefur föst verkefni hjá nokkrum félögum og fyrirtækjum og nefnir til sögunnar Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Styrktarfélag vangefinna, Sjónarhól, Evró og Markið. Hann annast bréfa og bögglasendingar fyrir þessa aðila og hellir stundum upp á könnuna líka. Stefán er gjörkunnugur umferðinni í Reykjavík og segir hana hafa þyngst með árunum. Honum stafar samt ekki ógn af bílunum; "Nei nei, ég er vanur þessum jólasveinum í umferðinni. Konurnar geta samt verið erfiðar þegar þær eru að varalita sig og snyrta undir stýri. Svo eru þessir símar hættulegir." Sjálfur talar Stefán aldrei í síma á hjólinu enda vill hann halda fullri einbeitingu á ferð. Ekki er algengt að fólk segist sátt við launin sín. Flestir vilja meira en þeir hafa. Stefán Konráðsson sendill er ekki í þeim hópi. Hann er sáttur. "Ég hef góðan pening upp úr þessu," segir hann og brunar áfram veginn. Fréttir Innlent Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Stefán er hress og kátur þegar við hittumst við Háaleitisbrautina. Hann var að hlaða geyminn á hjólinu sem er ekki aðeins fótstigið líkt og hefðbundin reiðhjól heldur gengur einnig fyrir rafmagni. "Vanalega þarf ég ekki að hlaða það nema yfir nóttina en það fer eftir eyðslu," segir Stefán sem átt hefur hjólið góða í þrjú ár. Það er fimm gíra og hefur reynst honum vel, ekki síður að vetri en sumri því þá setur hann snjódekkin undir. Senn fjölgar í flota Stefáns því í júlí fær hann vespu sem hann festi sér fyrir skemmstu. "Ég býst við að skiptast á að nota hjólin þegar ég hef fengið vespuna. Þetta er bensínvespa og ég er að læra á svona hjól núna." Greinilegt er á Stefáni að hann hlakkar til að fá vespuna sem hann hyggst reka við hlið rafknúna reiðhjólsins. "Það er ekki hægt að selja svona hjól svo ég á það bara áfram." Stefán sendill er titlaður sendill í símaskránni og hefur verið lengi í faginu. "Ég hef verið að þessu í hundrað ár," segir hann brosandi og bætir við að hann sé einn heiðarlegasti sendillinn í borginni. Stefán hefur föst verkefni hjá nokkrum félögum og fyrirtækjum og nefnir til sögunnar Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Styrktarfélag vangefinna, Sjónarhól, Evró og Markið. Hann annast bréfa og bögglasendingar fyrir þessa aðila og hellir stundum upp á könnuna líka. Stefán er gjörkunnugur umferðinni í Reykjavík og segir hana hafa þyngst með árunum. Honum stafar samt ekki ógn af bílunum; "Nei nei, ég er vanur þessum jólasveinum í umferðinni. Konurnar geta samt verið erfiðar þegar þær eru að varalita sig og snyrta undir stýri. Svo eru þessir símar hættulegir." Sjálfur talar Stefán aldrei í síma á hjólinu enda vill hann halda fullri einbeitingu á ferð. Ekki er algengt að fólk segist sátt við launin sín. Flestir vilja meira en þeir hafa. Stefán Konráðsson sendill er ekki í þeim hópi. Hann er sáttur. "Ég hef góðan pening upp úr þessu," segir hann og brunar áfram veginn.
Fréttir Innlent Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira