Friðartækifæri í Darfur 27. maí 2005 00:01 Darfur í Súdan - Kofi A. Annan og Alpha Oumar Konare Þótt enginn viti nákvæmlega hve margir hafa látist í átökunum í Darfur í vesturhluta Súdans er vitað að 2.6 milljónir eiga um sárt að binda og þurfa nauðsynlega aðstoð. Þorp hafa verið brennd, uppskera eyðilögð, karlar myrtir, konum nauðgað og börn numin á brott. 1.9 milljón manna hefur hrakist frá heimilum sínum innan landamæra Súdans. Aðrir eru enn á heimaslóðum en eru hindraðir í að yrkja jarðir sínar og missa því lífsiðurværi sitt. Ef matarsendingar berast ekki innan skamms, mun þetta folk flosna upp og leita í flóttamannabúðir sem nú þegar eru troðfullar. Um skeið voru glæpir gegn almenningi í Darfur ekki á forsíðum blaða. En nú hafa glæpirnir verið forsíðuefni í heilt ár. Það er ekki aðeins við Súdan að sakast heldur allan heiminn, að það þurfti umfangsmikla fjölmiðlaumfjöllun til að gripið yrði til aðgerða. Enn þann dag í dag fá þeir sem eru að reyna að leysa kreppuna í Darfur ekki þann stuðning sem þeir þurfa. Samtök okkar beggja hafa tekið höndum saman til að hindra frekari þjáningar. Sameinuðu Þjóðirnar eru í fararbroddi í að koma fórnarlömbum til hjálpar og binda enda á að viðbjóðslegir glæpir séu framdir refsingarlaust. Afríkusambandið hefur tekið forystuna í að tryggja öryggi íbúanna og í að reyna að blása nýju lífi í samningaviðræður sem eru forsenda varanlegs friðar. Þær eiga að hefjast tíunda júní í Abuja í Nígeríu. Undanfarna mánuði hefur komist á jafnvægi og spurst hefur um færri meiri háttar glæpi en áður. Umfangsmikil neyðaraðstoð á vegum Sameinuðu Þjóðanna er á leiðinni en tíu þúsund hjálparstarfsmenn (aðallega Súdanbúar) munu sjá 1.8 milljónum manna fyrir mat, vatni, húsaskjóli og öðrum lífsnauðsynjum. Á þeim svæðum þar sem þeirra nýtur við hafa hermenn Afríkusambandsins drýgt hetjudáðir og hreinlega skipt sköpum. Íbúarnir eru ekki jafn berskjaldaðir og áður fyrir ránárásum, margir hafa snúið heim í þorpin sín og dregið hefur úr árásum. Ástandið er því án efa betra á sumum svæðum en fyrir ári síðan en aðgangur er takmarkaður. Árásir á hjálparstarfsmenn færast í aukana og óöryggi er óviðunandi. Hundruð þúsunda stríðshrjáðra fá enn ekki nauðsynlega hjálp og sveitir Afríkusambandsins eru of fáliðaðar til að geta beitt sér á öllu þessu stóra landsvæði. Hjálparstarfsmenn þurfa oft að sæta harðræði af hálfu héraðshöfðingja, á þá hefur verið ráðist, þeim rænt eða hótað með ofbeldi. Starfsfólk óháðra hjálparsamtaka hefur átt í vaxandi erfiðleikum með að fá vegabréfsáritanir. Flutningabifreiðum hefur verið rænt, oft af uppreisnarmönnum. Fyrr í þessum mánuði voru tveir bifreiðastjórar Matvælastofnunarinnar myrtir í tveimur árásum. Af þessum sökum berst aðstoð oft ekki þeim sem mest þurfa á henni að halda. Enn skortir á viðbrögð alþjóðasamfélagsins með alvarlegum afleiðingum: enn vantar 350 milljóna dala neyðaraðstoð (um 23 milljarða króna) til að þrjár milljónir manna lifi út árið og fleiri hermenn, lögreglumenn, flugvélar og fleiri flutningatæki, þjálfun og birgðir þarf til að Afríkusambandið geti verndað íbúa stórs hluta Darfur. Í mörgum auðugustu ríkjum heims hafa verið háværar raddir jafnt í fjölmiðlum sem af hálfu almennings um að grípa verði í taumana og stöðva ofbeldisverkin í Darfur. Við höfum í sameiningu kallað saman ráðstefnu ríkja sem veita aðstoð í Addis Ababa. Með því fær heimurinn tækifæri til þess að fylkja liði með þeim Afríkubúum sem eru á staðnum og vilja skakka leikinn og veita þeim raunhæfa aðstoð. Á þessari ráðstefnu verður haldið áfram starfi ráðstefnu sem haldin var í Osló í síðasta mánuði en þar voru gefin fyrirheit um 4.5 milljarða dala aðstoð (nærri 300 milljarðar íslenskra króna) við Súdan, aðallega til að styrkja friðarsamninga sem loks náðust á milli norðurs og suðurs eftir tuttugu og eins árs borgarastríð. Raunar er það svo að Darfur verður einungis komið til bjargar ef friður ríkir í öðrum hlutum Súdan og nýja þjóðarsáttarstjórnin, sem tekur við völdum í júlí, beinir Súdan inn á braut þar sem öllum þegnum er gert jafn hátt undir höfði. Af þessum sökum mun tíu þúsund manna friðargæsluliðið sem Sameinuðu Þjóðirnar senda nú til suðurhéraðanna stuðla að friði í öllu landinu, þar á meðal Darfur. Samt er aðgerða þörf í Darfur á þrennum vígstöðvum: Fjármagna verður mannúðaraðstoð að fullu og tryggja öruggan aðgang hjálparstarfsmanna, jafnt þeirra sem vinna hjá alþjóðlegum stofnunum og þeirra sem vinna hjá frjálsum félagasamtökum. Fjölga verður í sveitum Afríkusambandsins án tafar og auka skipulags- og fjárhagsaðstoð til þess að þær geti tryggt öryggi um allt Darfur-hérað, þannig að íbúar geti snúið aftur til síns heima og hafið að yrkja land sitt að nýju. Afríkuríki sem lofað hafa hersveitum verða að standa við heit sín nú þegar og veitendur aðstoðar að útvega flutningatæki til að koma henni á staðinn. Bæði ríkisstjórn og uppreisnarmönnum ber að hafa fulla stjórn bæði á hersveitum sínum og hliðhollum vígasveitum og tryggja að allir virði vopnahlé og mannúðarlög. Deilendur verða svo að komast að pólitísku samkomulagi með traustum tryggingum fyrir varanlegum friði. Afríkusambandið og alþjóðasamfélagið í heild bæði geta og verða að koma til hjálpar. En um síðir munu eingöngu Súdanbúar sjálfir geta tryggt að friður ríki. Höfundar eru annars vegar framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og hins vegar talsmaður Afríkusambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Darfur í Súdan - Kofi A. Annan og Alpha Oumar Konare Þótt enginn viti nákvæmlega hve margir hafa látist í átökunum í Darfur í vesturhluta Súdans er vitað að 2.6 milljónir eiga um sárt að binda og þurfa nauðsynlega aðstoð. Þorp hafa verið brennd, uppskera eyðilögð, karlar myrtir, konum nauðgað og börn numin á brott. 1.9 milljón manna hefur hrakist frá heimilum sínum innan landamæra Súdans. Aðrir eru enn á heimaslóðum en eru hindraðir í að yrkja jarðir sínar og missa því lífsiðurværi sitt. Ef matarsendingar berast ekki innan skamms, mun þetta folk flosna upp og leita í flóttamannabúðir sem nú þegar eru troðfullar. Um skeið voru glæpir gegn almenningi í Darfur ekki á forsíðum blaða. En nú hafa glæpirnir verið forsíðuefni í heilt ár. Það er ekki aðeins við Súdan að sakast heldur allan heiminn, að það þurfti umfangsmikla fjölmiðlaumfjöllun til að gripið yrði til aðgerða. Enn þann dag í dag fá þeir sem eru að reyna að leysa kreppuna í Darfur ekki þann stuðning sem þeir þurfa. Samtök okkar beggja hafa tekið höndum saman til að hindra frekari þjáningar. Sameinuðu Þjóðirnar eru í fararbroddi í að koma fórnarlömbum til hjálpar og binda enda á að viðbjóðslegir glæpir séu framdir refsingarlaust. Afríkusambandið hefur tekið forystuna í að tryggja öryggi íbúanna og í að reyna að blása nýju lífi í samningaviðræður sem eru forsenda varanlegs friðar. Þær eiga að hefjast tíunda júní í Abuja í Nígeríu. Undanfarna mánuði hefur komist á jafnvægi og spurst hefur um færri meiri háttar glæpi en áður. Umfangsmikil neyðaraðstoð á vegum Sameinuðu Þjóðanna er á leiðinni en tíu þúsund hjálparstarfsmenn (aðallega Súdanbúar) munu sjá 1.8 milljónum manna fyrir mat, vatni, húsaskjóli og öðrum lífsnauðsynjum. Á þeim svæðum þar sem þeirra nýtur við hafa hermenn Afríkusambandsins drýgt hetjudáðir og hreinlega skipt sköpum. Íbúarnir eru ekki jafn berskjaldaðir og áður fyrir ránárásum, margir hafa snúið heim í þorpin sín og dregið hefur úr árásum. Ástandið er því án efa betra á sumum svæðum en fyrir ári síðan en aðgangur er takmarkaður. Árásir á hjálparstarfsmenn færast í aukana og óöryggi er óviðunandi. Hundruð þúsunda stríðshrjáðra fá enn ekki nauðsynlega hjálp og sveitir Afríkusambandsins eru of fáliðaðar til að geta beitt sér á öllu þessu stóra landsvæði. Hjálparstarfsmenn þurfa oft að sæta harðræði af hálfu héraðshöfðingja, á þá hefur verið ráðist, þeim rænt eða hótað með ofbeldi. Starfsfólk óháðra hjálparsamtaka hefur átt í vaxandi erfiðleikum með að fá vegabréfsáritanir. Flutningabifreiðum hefur verið rænt, oft af uppreisnarmönnum. Fyrr í þessum mánuði voru tveir bifreiðastjórar Matvælastofnunarinnar myrtir í tveimur árásum. Af þessum sökum berst aðstoð oft ekki þeim sem mest þurfa á henni að halda. Enn skortir á viðbrögð alþjóðasamfélagsins með alvarlegum afleiðingum: enn vantar 350 milljóna dala neyðaraðstoð (um 23 milljarða króna) til að þrjár milljónir manna lifi út árið og fleiri hermenn, lögreglumenn, flugvélar og fleiri flutningatæki, þjálfun og birgðir þarf til að Afríkusambandið geti verndað íbúa stórs hluta Darfur. Í mörgum auðugustu ríkjum heims hafa verið háværar raddir jafnt í fjölmiðlum sem af hálfu almennings um að grípa verði í taumana og stöðva ofbeldisverkin í Darfur. Við höfum í sameiningu kallað saman ráðstefnu ríkja sem veita aðstoð í Addis Ababa. Með því fær heimurinn tækifæri til þess að fylkja liði með þeim Afríkubúum sem eru á staðnum og vilja skakka leikinn og veita þeim raunhæfa aðstoð. Á þessari ráðstefnu verður haldið áfram starfi ráðstefnu sem haldin var í Osló í síðasta mánuði en þar voru gefin fyrirheit um 4.5 milljarða dala aðstoð (nærri 300 milljarðar íslenskra króna) við Súdan, aðallega til að styrkja friðarsamninga sem loks náðust á milli norðurs og suðurs eftir tuttugu og eins árs borgarastríð. Raunar er það svo að Darfur verður einungis komið til bjargar ef friður ríkir í öðrum hlutum Súdan og nýja þjóðarsáttarstjórnin, sem tekur við völdum í júlí, beinir Súdan inn á braut þar sem öllum þegnum er gert jafn hátt undir höfði. Af þessum sökum mun tíu þúsund manna friðargæsluliðið sem Sameinuðu Þjóðirnar senda nú til suðurhéraðanna stuðla að friði í öllu landinu, þar á meðal Darfur. Samt er aðgerða þörf í Darfur á þrennum vígstöðvum: Fjármagna verður mannúðaraðstoð að fullu og tryggja öruggan aðgang hjálparstarfsmanna, jafnt þeirra sem vinna hjá alþjóðlegum stofnunum og þeirra sem vinna hjá frjálsum félagasamtökum. Fjölga verður í sveitum Afríkusambandsins án tafar og auka skipulags- og fjárhagsaðstoð til þess að þær geti tryggt öryggi um allt Darfur-hérað, þannig að íbúar geti snúið aftur til síns heima og hafið að yrkja land sitt að nýju. Afríkuríki sem lofað hafa hersveitum verða að standa við heit sín nú þegar og veitendur aðstoðar að útvega flutningatæki til að koma henni á staðinn. Bæði ríkisstjórn og uppreisnarmönnum ber að hafa fulla stjórn bæði á hersveitum sínum og hliðhollum vígasveitum og tryggja að allir virði vopnahlé og mannúðarlög. Deilendur verða svo að komast að pólitísku samkomulagi með traustum tryggingum fyrir varanlegum friði. Afríkusambandið og alþjóðasamfélagið í heild bæði geta og verða að koma til hjálpar. En um síðir munu eingöngu Súdanbúar sjálfir geta tryggt að friður ríki. Höfundar eru annars vegar framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og hins vegar talsmaður Afríkusambandsins.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun