Innlent

Rauði krossinn safnar erlendu fé

Þeir sem eiga afgangsklínk og seðla frá útlöndum í krukkum geta nú komið því frá sér og stutt hjálparstarf í leiðinni. Næstu daga safna Sparisjóðurinn og Íslandspóstur erlendri mynt og seðlum fyrir Rauða krossinn. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra og Selma Björnsdóttir söngkona sýndu gott fordæmi þegar söfnunin var kynnt í dag og færðu Rauða krossinum afgangsmynt frá Kína og Úkraínu. Söfnunarumslögum verður dreift í hús á næstu dögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×