Tekst að berja í brestina? 24. maí 2005 00:01 Miklar vangaveltur eru nú uppi um framtíð R-lista samstarfsins í Reykjavík. Flokkarnir þrír sem að samstarfinu standa ásamt óháðum; Samfylkingin, Vinstri grænir og Framsóknarflokkurinn, hafa stjórnað borginni síðan vorið 1994 og ljúka sínu þriðja kjörtímabili næsta vor. Óhætt er að segja að R-lista samstarfið hafi marga fjöruna sopið undanfarin tólf ár og margt hefur breyst á þessum tíma. Ýmislegt bendir þó til þess að óvissan um framtíð listans hafi aldrei verið meiri en nú. Mesta breytingin sem listinn stendur frammi fyrir er skorturinn á afgerandi leiðtoga. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur farið fyrir R-listanum í þrennum undanförnum kosningum. Nú er hún orðinn formaður Samfylkingarinnar og algjör óvissa um hver verði leiðtogi hugsanlegs R-lista framboðs. Alls ekki er víst að það verði núverandi borgarstjóri Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Ingibjörg leiddi listann sem fulltrúi óháðra og það kallar á alls kyns flækjur að oddviti eins flokksins verði leiðtogi listans í kosningabaráttu. Þá er staða óháðra í mikilli óvissu og allt eins líklegt að ekki verði tekin frá sérstök sæti fyrir þá á hugsanlegum lista. Þar með losna tvö sæti sem reikna má með að Samfylkingin geri tilkall til. Reyndar hafa Vistri grænir velt þeiri hugmynd upp að fari svo að oddviti eins flokksins leiði listann fái viðkomandi flokkur tvö sæti á listanum en hinir flokkarnir þrjá. Litlar líkur er þó á því að fulltrúar Samfylkingarinnar gangist inn á þetta. Viðræður um framtíð samstarfsins hafa staðið milli flokkanna undanfarnar vikur en niðurstaða hefur ekki fengist enn. Miðað við að viðræðunefndin gaf sér upphaflega tíma fram til næstu mánaðamóta til að ganga frá málum, má gera því skóna að erfiðar gangi að ná saman en oft áður. Eftir því sem næst verður komist hefur ekki komið upp neinn verulegur málefnaágreiningur í viðræðum flokkanna fram til þessa. Hins vegar eru menn ekki á eitt sáttir um hvaða leið skal fara til að stilla upp sameiginlegum lista. Samfylkingin vill fara prófkjörsleið og vill Stefán Jón Hafstein forseti borgarstjórnar hafa það sem opnast til að hinn almenni óflokksbundni borgari geti haft eitthvað um það að segja hverjir veljist á listann. Hinir flokkarnir útiloka ekki prófkjörsleið en svo er að heyra að þeir hafi meiri áhuga á lokuðu prófkjöri. Þó er því hvíslað að Alfreð Þorsteinssyni oddvita Framsóknarmanna hugnist ekkert sérlega að fara í prófkjör yfirleitt því hann sætir vaxandi gagnrýni innan flokksins í Reykjavík og líklegt að andstæðingar hans muni leggja sig alla fram um að fella hann. Spurningin er hversu fast Samfylkingarmenn ætla að standa á prófkjörskröfunni eða hvort þeir eru tilbúnir til að gefa eftir. Staða þeirra til að gera kröfur er óneitanlega sterk eftir góðan sigur í Reykjavík í síðustu kosningum. Ýmsir innan flokksins telja reyndar tímabært að láta reyna á fylgið í borginni og láta það svo ráðast hvort litlu flokkarnir verði reiðubúnir til samstarfs eftir kosningar. Sigurður Þór Salvarsson -ssal@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Sigurður Þór Salvarsson Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Miklar vangaveltur eru nú uppi um framtíð R-lista samstarfsins í Reykjavík. Flokkarnir þrír sem að samstarfinu standa ásamt óháðum; Samfylkingin, Vinstri grænir og Framsóknarflokkurinn, hafa stjórnað borginni síðan vorið 1994 og ljúka sínu þriðja kjörtímabili næsta vor. Óhætt er að segja að R-lista samstarfið hafi marga fjöruna sopið undanfarin tólf ár og margt hefur breyst á þessum tíma. Ýmislegt bendir þó til þess að óvissan um framtíð listans hafi aldrei verið meiri en nú. Mesta breytingin sem listinn stendur frammi fyrir er skorturinn á afgerandi leiðtoga. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur farið fyrir R-listanum í þrennum undanförnum kosningum. Nú er hún orðinn formaður Samfylkingarinnar og algjör óvissa um hver verði leiðtogi hugsanlegs R-lista framboðs. Alls ekki er víst að það verði núverandi borgarstjóri Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Ingibjörg leiddi listann sem fulltrúi óháðra og það kallar á alls kyns flækjur að oddviti eins flokksins verði leiðtogi listans í kosningabaráttu. Þá er staða óháðra í mikilli óvissu og allt eins líklegt að ekki verði tekin frá sérstök sæti fyrir þá á hugsanlegum lista. Þar með losna tvö sæti sem reikna má með að Samfylkingin geri tilkall til. Reyndar hafa Vistri grænir velt þeiri hugmynd upp að fari svo að oddviti eins flokksins leiði listann fái viðkomandi flokkur tvö sæti á listanum en hinir flokkarnir þrjá. Litlar líkur er þó á því að fulltrúar Samfylkingarinnar gangist inn á þetta. Viðræður um framtíð samstarfsins hafa staðið milli flokkanna undanfarnar vikur en niðurstaða hefur ekki fengist enn. Miðað við að viðræðunefndin gaf sér upphaflega tíma fram til næstu mánaðamóta til að ganga frá málum, má gera því skóna að erfiðar gangi að ná saman en oft áður. Eftir því sem næst verður komist hefur ekki komið upp neinn verulegur málefnaágreiningur í viðræðum flokkanna fram til þessa. Hins vegar eru menn ekki á eitt sáttir um hvaða leið skal fara til að stilla upp sameiginlegum lista. Samfylkingin vill fara prófkjörsleið og vill Stefán Jón Hafstein forseti borgarstjórnar hafa það sem opnast til að hinn almenni óflokksbundni borgari geti haft eitthvað um það að segja hverjir veljist á listann. Hinir flokkarnir útiloka ekki prófkjörsleið en svo er að heyra að þeir hafi meiri áhuga á lokuðu prófkjöri. Þó er því hvíslað að Alfreð Þorsteinssyni oddvita Framsóknarmanna hugnist ekkert sérlega að fara í prófkjör yfirleitt því hann sætir vaxandi gagnrýni innan flokksins í Reykjavík og líklegt að andstæðingar hans muni leggja sig alla fram um að fella hann. Spurningin er hversu fast Samfylkingarmenn ætla að standa á prófkjörskröfunni eða hvort þeir eru tilbúnir til að gefa eftir. Staða þeirra til að gera kröfur er óneitanlega sterk eftir góðan sigur í Reykjavík í síðustu kosningum. Ýmsir innan flokksins telja reyndar tímabært að láta reyna á fylgið í borginni og láta það svo ráðast hvort litlu flokkarnir verði reiðubúnir til samstarfs eftir kosningar. Sigurður Þór Salvarsson -ssal@frettabladid.is
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun