Forysta er hópstarf 21. maí 2005 00:01 Liðlega tólf þúsund eða um 60 prósent af um tuttugu þúsund flokksmönnum greiddu atkvæði í formannskjöri Samfylkingarinnar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hlaut 7.997 gildra atkvæða en Össur Skarphéðinsson 3.970. Ingibjörg Sólrún hlaut því tvö af hverjum þremur gildra atkvæða. Össur Skarphéðinsson fráfarandi formaður Samfylkingarinnar sagði í ávarpi eftir að úrslit voru kynnt á hádegi í gær að sigurinn væri sterkur fyrir Samfylkinguna og sterkur fyrir Ingibjörgu Sólrúnu. "Tækifæri Samfylkingarinnar felst ekki í því hvort okkar Össurar leiðir flokkinn í næstu kosningum," sagði Ingibjörg Sólrún í ávarpi sínu. "Forysta er hópstarf en ekki einstaklingsframtak. Formaður er fremstur þeirra jafningja en hann kæmist hvorki lönd né strönd ef hann hefði ekki góðan málstað og gott fólk til að vinna með sér," sagði Ingibjörg Sólrún jafnframt og bar lof á drenglyndi Össurar og stuðningsmenn hans. "Þessi kosningabarátta er Össuri og hans liðsmönnum til sóma. Ég vil þakka honum fyrir drengilega baráttu og segi honum um leið, að ég hlakka til að vinna með honum að málefnum Samfylkingarinnar um ókomin ár," sagði Ingibjörg Sólrún ennfremur í ávarpi sínu. Össur þakkaði hlý orð keppinautarins í sínu ávarpi og hét því að halda lengi áfram í stjórnmálum enn enda þætti honum þau bæði skemmtileg og göfgandi. Ingibjörg sagði í samtali við Fréttablaðið að hún teldi að landsfundurinn nú væri tímamótafundur. "Fundurinn er gríðarlega fjölmennur og málefnalega vel undirbúinn. Hér er mikil hugmyndaleg deigla og forystan er ný. Flokkurinn er nú þeirrar stærðar og styrkur hans það mikill að hann er til alls líklegur í næstu þingkosningum." Mikil endurnýjun varð í forystu Samfylkingarinnar í gær. Ágúst Ólafur Ágústsson var kjörinn varaformaður og sigraði Lúðvík Bergvinsson með nokkrum yfirburðum. Heimir Már Pétursson upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar bauð sig fram til varaformanns í gær en hlaut aðeins fáein atkvæði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Liðlega tólf þúsund eða um 60 prósent af um tuttugu þúsund flokksmönnum greiddu atkvæði í formannskjöri Samfylkingarinnar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hlaut 7.997 gildra atkvæða en Össur Skarphéðinsson 3.970. Ingibjörg Sólrún hlaut því tvö af hverjum þremur gildra atkvæða. Össur Skarphéðinsson fráfarandi formaður Samfylkingarinnar sagði í ávarpi eftir að úrslit voru kynnt á hádegi í gær að sigurinn væri sterkur fyrir Samfylkinguna og sterkur fyrir Ingibjörgu Sólrúnu. "Tækifæri Samfylkingarinnar felst ekki í því hvort okkar Össurar leiðir flokkinn í næstu kosningum," sagði Ingibjörg Sólrún í ávarpi sínu. "Forysta er hópstarf en ekki einstaklingsframtak. Formaður er fremstur þeirra jafningja en hann kæmist hvorki lönd né strönd ef hann hefði ekki góðan málstað og gott fólk til að vinna með sér," sagði Ingibjörg Sólrún jafnframt og bar lof á drenglyndi Össurar og stuðningsmenn hans. "Þessi kosningabarátta er Össuri og hans liðsmönnum til sóma. Ég vil þakka honum fyrir drengilega baráttu og segi honum um leið, að ég hlakka til að vinna með honum að málefnum Samfylkingarinnar um ókomin ár," sagði Ingibjörg Sólrún ennfremur í ávarpi sínu. Össur þakkaði hlý orð keppinautarins í sínu ávarpi og hét því að halda lengi áfram í stjórnmálum enn enda þætti honum þau bæði skemmtileg og göfgandi. Ingibjörg sagði í samtali við Fréttablaðið að hún teldi að landsfundurinn nú væri tímamótafundur. "Fundurinn er gríðarlega fjölmennur og málefnalega vel undirbúinn. Hér er mikil hugmyndaleg deigla og forystan er ný. Flokkurinn er nú þeirrar stærðar og styrkur hans það mikill að hann er til alls líklegur í næstu þingkosningum." Mikil endurnýjun varð í forystu Samfylkingarinnar í gær. Ágúst Ólafur Ágústsson var kjörinn varaformaður og sigraði Lúðvík Bergvinsson með nokkrum yfirburðum. Heimir Már Pétursson upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar bauð sig fram til varaformanns í gær en hlaut aðeins fáein atkvæði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira