Forysta er hópstarf 21. maí 2005 00:01 Liðlega tólf þúsund eða um 60 prósent af um tuttugu þúsund flokksmönnum greiddu atkvæði í formannskjöri Samfylkingarinnar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hlaut 7.997 gildra atkvæða en Össur Skarphéðinsson 3.970. Ingibjörg Sólrún hlaut því tvö af hverjum þremur gildra atkvæða. Össur Skarphéðinsson fráfarandi formaður Samfylkingarinnar sagði í ávarpi eftir að úrslit voru kynnt á hádegi í gær að sigurinn væri sterkur fyrir Samfylkinguna og sterkur fyrir Ingibjörgu Sólrúnu. "Tækifæri Samfylkingarinnar felst ekki í því hvort okkar Össurar leiðir flokkinn í næstu kosningum," sagði Ingibjörg Sólrún í ávarpi sínu. "Forysta er hópstarf en ekki einstaklingsframtak. Formaður er fremstur þeirra jafningja en hann kæmist hvorki lönd né strönd ef hann hefði ekki góðan málstað og gott fólk til að vinna með sér," sagði Ingibjörg Sólrún jafnframt og bar lof á drenglyndi Össurar og stuðningsmenn hans. "Þessi kosningabarátta er Össuri og hans liðsmönnum til sóma. Ég vil þakka honum fyrir drengilega baráttu og segi honum um leið, að ég hlakka til að vinna með honum að málefnum Samfylkingarinnar um ókomin ár," sagði Ingibjörg Sólrún ennfremur í ávarpi sínu. Össur þakkaði hlý orð keppinautarins í sínu ávarpi og hét því að halda lengi áfram í stjórnmálum enn enda þætti honum þau bæði skemmtileg og göfgandi. Ingibjörg sagði í samtali við Fréttablaðið að hún teldi að landsfundurinn nú væri tímamótafundur. "Fundurinn er gríðarlega fjölmennur og málefnalega vel undirbúinn. Hér er mikil hugmyndaleg deigla og forystan er ný. Flokkurinn er nú þeirrar stærðar og styrkur hans það mikill að hann er til alls líklegur í næstu þingkosningum." Mikil endurnýjun varð í forystu Samfylkingarinnar í gær. Ágúst Ólafur Ágústsson var kjörinn varaformaður og sigraði Lúðvík Bergvinsson með nokkrum yfirburðum. Heimir Már Pétursson upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar bauð sig fram til varaformanns í gær en hlaut aðeins fáein atkvæði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira
Liðlega tólf þúsund eða um 60 prósent af um tuttugu þúsund flokksmönnum greiddu atkvæði í formannskjöri Samfylkingarinnar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hlaut 7.997 gildra atkvæða en Össur Skarphéðinsson 3.970. Ingibjörg Sólrún hlaut því tvö af hverjum þremur gildra atkvæða. Össur Skarphéðinsson fráfarandi formaður Samfylkingarinnar sagði í ávarpi eftir að úrslit voru kynnt á hádegi í gær að sigurinn væri sterkur fyrir Samfylkinguna og sterkur fyrir Ingibjörgu Sólrúnu. "Tækifæri Samfylkingarinnar felst ekki í því hvort okkar Össurar leiðir flokkinn í næstu kosningum," sagði Ingibjörg Sólrún í ávarpi sínu. "Forysta er hópstarf en ekki einstaklingsframtak. Formaður er fremstur þeirra jafningja en hann kæmist hvorki lönd né strönd ef hann hefði ekki góðan málstað og gott fólk til að vinna með sér," sagði Ingibjörg Sólrún jafnframt og bar lof á drenglyndi Össurar og stuðningsmenn hans. "Þessi kosningabarátta er Össuri og hans liðsmönnum til sóma. Ég vil þakka honum fyrir drengilega baráttu og segi honum um leið, að ég hlakka til að vinna með honum að málefnum Samfylkingarinnar um ókomin ár," sagði Ingibjörg Sólrún ennfremur í ávarpi sínu. Össur þakkaði hlý orð keppinautarins í sínu ávarpi og hét því að halda lengi áfram í stjórnmálum enn enda þætti honum þau bæði skemmtileg og göfgandi. Ingibjörg sagði í samtali við Fréttablaðið að hún teldi að landsfundurinn nú væri tímamótafundur. "Fundurinn er gríðarlega fjölmennur og málefnalega vel undirbúinn. Hér er mikil hugmyndaleg deigla og forystan er ný. Flokkurinn er nú þeirrar stærðar og styrkur hans það mikill að hann er til alls líklegur í næstu þingkosningum." Mikil endurnýjun varð í forystu Samfylkingarinnar í gær. Ágúst Ólafur Ágústsson var kjörinn varaformaður og sigraði Lúðvík Bergvinsson með nokkrum yfirburðum. Heimir Már Pétursson upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar bauð sig fram til varaformanns í gær en hlaut aðeins fáein atkvæði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira