Lög um stofnfrumurannsóknir vantar 20. maí 2005 00:01 Tekist hefur að búa til einstaklingsmiðaðar stofnfrumur sem þýðir að í framtíðinni gætu sjúklingar pantað sérsniða líffærahluta. Hér á landi hefur ekki farið fram stefnumótun um rannsóknir á stofnfrumum og sem stendur væri ólöglegt að fylgja rannsókn sem þessari eftir. Hópi vísindamanna í Suður-Kóreu hefur tekist að búa til klæðskerasniðnar stofnfrumur fyrir ellefu sjúklinga með því að taka frumkjarna úr sjúklingunum og setja þá í gjafaegg úr konum. Enn sem komið er hafa sjúklingarnir ekkert gagn af stofnfrumunum en vonast er til þess að í framtíðinni verði hægt að lækna sjúkdóma með þessu móti. Magnús K. Magnússon blóðmeinafræðingur segir að menn voni að stofnfrumulínur geti þróast og þroskast yfir í líffæri eða líffæravefi sem hægt verði að nota til lækninga í framtíðinni. Magnús segir alls ekki víst hvort eða hvenær verði hugsanlega hægt að þróa líffærahluta með þessu móti en í það séu að lágmarki fimm til tíu ár. Markmiðið núna sé að ná að breyta stofnfrumu yfir í þroskaða frumu sem í kjölfarið gæti svo nýst til lækninga á Parkinson-sjúkdómnum, sykursýki og eins til þess að laga skemmdir í mænu og taugum. Vandamálið við líffæraígræslur nú er að líkami fólks hafnar oft líffærum úr öðrum og þeir sem ganga í gegnum slíka aðgerð þurfa að vera á ónæmisbælandi lyfjum í mörg ár. Þetta vandamál yrði úr sögunni ef hægt væri að þróa líffæri úr erfðaefni sjúklingsins sjálfs. Hér á landi væri ekki hægt að vinna að rannsóknum sem þessum við óbreytta lagasetningu. Magnús segir að lagarammninn sé fyrst og fremst sniðinn að tækifrjógvunum en það átt sér stað umræða um þetta á þingi og lögð hafi verið fram þingsályktunartillaga sem taka hafi átt á þessum málum en ekki hafi náðst að afgreiða hana úr nefnd. Fréttir Innlent Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Tekist hefur að búa til einstaklingsmiðaðar stofnfrumur sem þýðir að í framtíðinni gætu sjúklingar pantað sérsniða líffærahluta. Hér á landi hefur ekki farið fram stefnumótun um rannsóknir á stofnfrumum og sem stendur væri ólöglegt að fylgja rannsókn sem þessari eftir. Hópi vísindamanna í Suður-Kóreu hefur tekist að búa til klæðskerasniðnar stofnfrumur fyrir ellefu sjúklinga með því að taka frumkjarna úr sjúklingunum og setja þá í gjafaegg úr konum. Enn sem komið er hafa sjúklingarnir ekkert gagn af stofnfrumunum en vonast er til þess að í framtíðinni verði hægt að lækna sjúkdóma með þessu móti. Magnús K. Magnússon blóðmeinafræðingur segir að menn voni að stofnfrumulínur geti þróast og þroskast yfir í líffæri eða líffæravefi sem hægt verði að nota til lækninga í framtíðinni. Magnús segir alls ekki víst hvort eða hvenær verði hugsanlega hægt að þróa líffærahluta með þessu móti en í það séu að lágmarki fimm til tíu ár. Markmiðið núna sé að ná að breyta stofnfrumu yfir í þroskaða frumu sem í kjölfarið gæti svo nýst til lækninga á Parkinson-sjúkdómnum, sykursýki og eins til þess að laga skemmdir í mænu og taugum. Vandamálið við líffæraígræslur nú er að líkami fólks hafnar oft líffærum úr öðrum og þeir sem ganga í gegnum slíka aðgerð þurfa að vera á ónæmisbælandi lyfjum í mörg ár. Þetta vandamál yrði úr sögunni ef hægt væri að þróa líffæri úr erfðaefni sjúklingsins sjálfs. Hér á landi væri ekki hægt að vinna að rannsóknum sem þessum við óbreytta lagasetningu. Magnús segir að lagarammninn sé fyrst og fremst sniðinn að tækifrjógvunum en það átt sér stað umræða um þetta á þingi og lögð hafi verið fram þingsályktunartillaga sem taka hafi átt á þessum málum en ekki hafi náðst að afgreiða hana úr nefnd.
Fréttir Innlent Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira