Spurning um reynslu og bakgrunn 20. maí 2005 00:01 "Ég tel mig hafa þá reynslu, þekkingu og getu sem þarf til að takast á við þetta verkefni. Ég tel að hún muni nýtast mjög vel," segir Lúðvík Bergvinsson þingmaður, sem hefur gefið kost á sér í embætti varaformanns Samfylkingar. "Hlutverk varaformannsins er auðvitað fyrst og fremst að vera annar tveggja forystumanna flokksins, í öðru lagi að vinna að stefnumótun flokksins og í þriðja lagi að koma fram fyrir hönd flokksins," segir Lúðvík aðspurður hvernig hann sjái fyrir sér að starfa nái hann kosningu í embættið. "Síðan er náttúrlega þátttaka í uppbyggingu flokksins, þannig að það eru næg verkefni." Þó að Lúðvík og Ágúst Ólafur séu báðir í hópi ungra þingmanna er bakgrunnur þeirra að nokkru leyti ólíkur, Ágúst er úr Reykjavík en Lúðvík upprunalega úr Vestmannaeyjum, þar sem hann leiddi V-listann í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Þar sem stundum hefur verið bent á að komi formaður flokks úr Reykjavík sé heppilegt að varaformaðurinn komi af landsbyggðinni var Lúðvík spurður hvort hann teldi þetta skipta máli. "Ég held að það sem skipti sköpum í þessu, alveg sama hver er, sé hver reynsla og bakgrunnur manna er, og þ. á m. hvaðan þeir koma. Ég hef sagt að forysta flokks sem ætlar að vera í forystu í stjórnmálum á Íslandi verður að hafa breiða skírskotun." Lúðvík hefur frekar verið talinn til Ingibjargararms Samfylkingar en Össurar. Hann gefur þó lítið fyrir slíkar merkingar. "Ég er á eigin forsendum í mínu framboði, ég hef verið það allan tímann. Ég hef starfað með Össuri í fimm ár og það hefur gengið vel. Ég hef líka sagt að fáir hafa afrekað það sem Ingibjörg hefur gert." Hann kveðst reiðubúinn að starfa með hvoru sem er. "Þetta er bara spurning um hverja flokkurinn vill kalla til verka." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
"Ég tel mig hafa þá reynslu, þekkingu og getu sem þarf til að takast á við þetta verkefni. Ég tel að hún muni nýtast mjög vel," segir Lúðvík Bergvinsson þingmaður, sem hefur gefið kost á sér í embætti varaformanns Samfylkingar. "Hlutverk varaformannsins er auðvitað fyrst og fremst að vera annar tveggja forystumanna flokksins, í öðru lagi að vinna að stefnumótun flokksins og í þriðja lagi að koma fram fyrir hönd flokksins," segir Lúðvík aðspurður hvernig hann sjái fyrir sér að starfa nái hann kosningu í embættið. "Síðan er náttúrlega þátttaka í uppbyggingu flokksins, þannig að það eru næg verkefni." Þó að Lúðvík og Ágúst Ólafur séu báðir í hópi ungra þingmanna er bakgrunnur þeirra að nokkru leyti ólíkur, Ágúst er úr Reykjavík en Lúðvík upprunalega úr Vestmannaeyjum, þar sem hann leiddi V-listann í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Þar sem stundum hefur verið bent á að komi formaður flokks úr Reykjavík sé heppilegt að varaformaðurinn komi af landsbyggðinni var Lúðvík spurður hvort hann teldi þetta skipta máli. "Ég held að það sem skipti sköpum í þessu, alveg sama hver er, sé hver reynsla og bakgrunnur manna er, og þ. á m. hvaðan þeir koma. Ég hef sagt að forysta flokks sem ætlar að vera í forystu í stjórnmálum á Íslandi verður að hafa breiða skírskotun." Lúðvík hefur frekar verið talinn til Ingibjargararms Samfylkingar en Össurar. Hann gefur þó lítið fyrir slíkar merkingar. "Ég er á eigin forsendum í mínu framboði, ég hef verið það allan tímann. Ég hef starfað með Össuri í fimm ár og það hefur gengið vel. Ég hef líka sagt að fáir hafa afrekað það sem Ingibjörg hefur gert." Hann kveðst reiðubúinn að starfa með hvoru sem er. "Þetta er bara spurning um hverja flokkurinn vill kalla til verka."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira