Innlent

Flugmiði til Flórída á 12.000 kr.

MYND/AP
Flugfélagið Sterling, sem er í meirihlutaeigu Íslendinga, ætlar að hefja flugferðir frá Kaupmannahöfn vestur um haf, eða til Miami og Orlando á Flórída, fyrir aðeins 1.100 danskar krónur aðra leið. Það samsvarar um tólf þúsund íslenskum krónum. Innifalið í því verði eru flugvallarskattar og önnur gjöld. Haft er eftir Almari Erni Hilmarssyni, forstjóra Sterling, í danska blaðinu Berlingske Tidende í gær að miklar vonir séu bundnar við Bandaríkjaflugið og er búist við að eftirspurn verði mikil.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×