Íslensk rannsókn vekur athygli 19. maí 2005 00:01 Rannsókn íslenskra lækna á ýmsum aldursbundnum augnsjúkdómum hefur vakið athygli víða um heim. Meðal þess sem hún leiðir í ljós er samband milli hóflegrar neyslu áfengis og minni hættu á að fólk fái ákveðna skýmyndun á augasteini. Reykingar þrefalda hins vegar líkurnar á skýmyndun á augasteini og sama er að segja um vinnu úti undir beru lofti. Rannsóknin sem er þekkt undir nafninu Reykjavíkurrannsóknin var fyrst gerð árið 1996 að frumkvæði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Genf. Friðbert Jónasson yfirlæknir á augnlækningadeild Landsspítala Háskólasjúkrahúss og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands hefur stýrt rannsókninni í samvinnu við í samvinnu við prófessor K. Sasaki við augndeild háskólans í Uchinada í Japan. "Rannsóknin náði til upphaflega 1050 manns í Reykjavík 50 ára og eldri og var síðan endurtekin árið 2001 og náði þá til 846 einstaklinga úr upphaflega hópnum", segir Friðbert. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið kynntar víða um heim á undanförnum árum með fyrirlestrum og blaðagreinum og hafa greinar til dæmis birst í öllum helstu læknatímaritum um augnsjúkdóma austan hafs og vestan. Rannsóknin náði til fjölmargra þátta, svo sem áhrif útfjólublárra geisla sólar, reykinga, áfengisneyslu, mataræðis og fleira. Hvað áfengisneysluna áhrærir segir Friðbert að svo virðist sem ekki skipti máli í hvaða formi áfengisins er neytt. "Þeir sem neyta áfengis í hófi, til dæmis eitt glas af víni þrisvar til fjórum sinnum í viku niður í tvisvar í mánuði, þeir eru í heldur minni áhættu á að fá ákveðið form af skýi á augastein en þeir sem aldrei neyta og þeir sem neyta meira áfengis", segir Friðbert. Hann segir lang líklegast að það séu andoxunaráhrif alkóhólsis sem hafi þessi áhrif. Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Rannsókn íslenskra lækna á ýmsum aldursbundnum augnsjúkdómum hefur vakið athygli víða um heim. Meðal þess sem hún leiðir í ljós er samband milli hóflegrar neyslu áfengis og minni hættu á að fólk fái ákveðna skýmyndun á augasteini. Reykingar þrefalda hins vegar líkurnar á skýmyndun á augasteini og sama er að segja um vinnu úti undir beru lofti. Rannsóknin sem er þekkt undir nafninu Reykjavíkurrannsóknin var fyrst gerð árið 1996 að frumkvæði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Genf. Friðbert Jónasson yfirlæknir á augnlækningadeild Landsspítala Háskólasjúkrahúss og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands hefur stýrt rannsókninni í samvinnu við í samvinnu við prófessor K. Sasaki við augndeild háskólans í Uchinada í Japan. "Rannsóknin náði til upphaflega 1050 manns í Reykjavík 50 ára og eldri og var síðan endurtekin árið 2001 og náði þá til 846 einstaklinga úr upphaflega hópnum", segir Friðbert. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið kynntar víða um heim á undanförnum árum með fyrirlestrum og blaðagreinum og hafa greinar til dæmis birst í öllum helstu læknatímaritum um augnsjúkdóma austan hafs og vestan. Rannsóknin náði til fjölmargra þátta, svo sem áhrif útfjólublárra geisla sólar, reykinga, áfengisneyslu, mataræðis og fleira. Hvað áfengisneysluna áhrærir segir Friðbert að svo virðist sem ekki skipti máli í hvaða formi áfengisins er neytt. "Þeir sem neyta áfengis í hófi, til dæmis eitt glas af víni þrisvar til fjórum sinnum í viku niður í tvisvar í mánuði, þeir eru í heldur minni áhættu á að fá ákveðið form af skýi á augastein en þeir sem aldrei neyta og þeir sem neyta meira áfengis", segir Friðbert. Hann segir lang líklegast að það séu andoxunaráhrif alkóhólsis sem hafi þessi áhrif.
Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira