Innlent

Nýr formaður hundaræktenda

Aðalfundur Hundaræktunarfélags Íslands fór fram í gær. Jóna Th. Viðarsdóttir var kjörin formaður félagsins eftir að hafa fengið yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, eða 74 prósentum. Mótframbjóðandi hennar, Guðmundur Helgi Gunnlaugsson, fékk rétt um 25 prósent atvkæða og var því nokkuð langt frá því að ná kjöri. Jóna segir starfsemi félagsins í miklum blóma og það sé ekkert út á störf forvera síns að setja. Hún ætli sér halda áfram því góða starfi sem unnið hafi verið undanfarin ár. Metfjöldi er nú í félaginu og segir Jóna framtíðina bjarta þar sem áhuginn á hundum virðist fara vaxandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×